fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Lögmaður Eddu og systir handtekinn og tveir drengjanna komnir í leitirnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. desember 2023 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir af þremur sonum Eddu Bjarkar Arnardóttir sem leitað hefur verið undanfarið eru komnir í leitirnar. Eins hafa bæði lögmaður Eddu og systir hennar verið handteknar. Mbl.is greinir frá því að drengirnir voru í bíl systur Eddu sem var að ferð í Garðabæ þegar þeir fundust, en þeir voru færðir í umsjá barnaverndar.

Mun þetta hafa átt sér stað þannig að óeinkennisklæddir lögreglumenn stöðvuðu bíl systur Eddu í morgun þegar þau yfirgáfu kaffihús. Með í för var barn systur Eddu sem einnig var fært í umsjá barnaverndar. Svo var lögmaður Eddu handtekin á lögmannsstofu sinni skömmu síðar.

Faðir drengjanna er Íslendingur sem er búsettur í Noregi. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarna mánuði og leitað sona sinna sem hann fer með fulla forsjá yfir. Nú stendur yfir aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins í Noregi gegn Eddu Björk sem er ákærð fyrir að hafa numið syni sína á brott og haldið þeim frá föður sínum í rúmlega eitt og hálft ár. Edda var handtekin í lok nóvember eftir að hafa farið huldu höfði í kjölfar þess að íslenska ríkið féllst að framsal hennar til Noregs. Hún var í gjölfarið úrskurðuðí gæsluvarðhald þar hún var send til Noregs að svara fyrir sakir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“