fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Auglýsingar GS Búllunar um nikótínvörur ólöglegar

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. desember 2023 12:45

GS Búllan hefur fjórar vikur til að taka niður auglýsingarnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa hefur úrskurðað að auglýsingar GS Búllunar séu ólöglegar. Verslunin, sem er frá Akureyri en hefur nýlega opnað útibú í Reykjavík, selur nikótínpúða og rafrettur.

Í úrskurði Neytendastofu, sem birtur var í dag, segir að GS Búllan hafi brotið lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur og lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, með auglýsingum sínum á samfélagsmiðlum, á heimasíðu sinni gsbullan.is og framan á verslun sinni.

Smáa letrið sést illa

Auglýsingarnar eru meðal annars myndir og myndbönd sem sýna nikótínvörur með hvetjandi lýsingum um vinsældir þeirra. Einnig hlekkir sem leiða inn á umræddar vörur. Telur Neytendastofa engu skipta hvort að vörurnar séu í forgrunni eða bakgrunni auglýsinganna.

Lýsingarnar eru meðal annars „bragðast vel“, „ferskt“, „sparaðu þér núna“ og „ein af okkar vinsælustu vörum.“

„Þá er niðurstaða stofnunarinnar að dósir framan á verslun félagsins brjóti gegn auglýsingabanni nikótínvara. Þrátt fyrir að dósirnar séu merktar sem „nikótín lausar“ sé letrið svo smátt að það sjáist varla fyrr en komið er upp að versluninni. Hins vegar sjáist greinilega nafn framleiðanda vörunnar sem býður breytt úrval af púðum með nikótíni í sambærilegum umbúðum,“ segir í tilkynningu Neytendastofu með úrskurðinum.

Kynntu sér reglurnar ekki nógu vel

Forsvarsmenn GS Búllunnar sögðu í tölvupósti að þeir hefðu mögulega ekki kynnt sér nægilega vel hvernig megi og megi ekki auglýsa nikótínvörur. Þeir hefðu á undanförnum árum séð aðrar verslanir auglýsa á samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram og TikTok. Töldu þeir sig ekki vera að brjóta lög þar sem verið væri að auglýsa hjá erlendum aðila.

Hefur Neytendastofa bannað GS Búllunni að viðhafa þessa viðskiptahætti frá og með deginum í dag og hefur verslunin fjórar vikur til þess að fjarlægja auglýsingarnar. Verði það ekki gert megi verslunin búast við sektum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns