fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Segir afgerandi daga fram undan á gosstöðvunum – „Versta sviðsmyndin“ er ekki úr sögunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. desember 2023 06:35

Þetta er mikið sjónarspil. Mynd:Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldfjallafræðingar, jarðfræðingar og margir aðrir fræðingar fylgjast náið með eldgosinu á Reykjanesskaga enda um spennandi atburð að ræða.

Meðal þeirra sem fylgjast spenntir með af áhuga er Henning Andersen, danskur eldfjallafræðingur, sem segir að í raun sé ekki enn vitað hversu umfangsmikið gosið verður. Þetta sagði hann í samtali við TV2 og bætti við að næstu átta til tíu dagar verði afgerandi varðandi framvindu gossins.

„Þetta kom ekki á óvart. Íslendingar hafa beðið lengi eftir þessu og búið var að flytja fólk frá Grindavík áður en gosið hófst. Nú verðum við að bíða og sjá hver niðurstaðan verður og það verður spennandi,“ sagði hann.

Thomas Kokfelt, jarðfræðingur hjá dönsku jarðfræðistofnuninni GEUS, sagði að stóra spurningin nú sé hversu lengi gosið muni vara og hvert hraunið streymi. „Eins og staðan er núna, þá flæðir það til norðausturs. Það er óhætt að segja að það sé staður þar sem engir innviðir eru, svo það er gott,“ sagði hann í samtali við TV2.

Hann sagði að eins og er þá sé það hæð í landslaginu sem valdi því að hraunið getur ekki streymt beint niður í Grindavík en það sé of snemmt að fullyrða að það geti ekki breyst. „Ef sprungan opnast lengra til suðurs, þá getur hún farið yfir hæðina og þá getur hraunið runnið beint að Grindavík. Þetta er versta sviðsmyndin sem við verðum að skoða nánar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“