fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Bensínstöðin á Djúpavogi sem gjarnan er migið á verður færð

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. desember 2023 20:30

Bensínstöðin sem ferðamenn míga gjarnan á. Mynd/Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis og framkvæmdaráð Múlaþings hefur ákveðið að færa bensínafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi. Algengt er að ferðamenn migi við núverandi stöð og íbúar hafa kvartað undan hlandlykt.

Bensínstöðin stendur nú við eina verslunarkjarna þorpsins, sem meðal annars hýsir útibú Landsbankans, ÁTVR og Íslandspósts. Ekkert almenningssalerni er á staðnum og því hafa ferðamenn látið gossa úti við bensínstöðina sjálfa.

Í frétt Vísis um málið frá því í maí síðastliðnum kom fram að ekki dugði að setja upp vefmyndavélar. Ferðamenn gerðu þarfir sínar þrátt fyrir að verið væri að fylgjast með þeim.

Þá var enginn vilji hjá fyrirtækjunum í klasanum eða N1 að sameinast um rekstur almenningssalernis þrátt fyrir beiðnir sveitarfélagsins um það.

Ákveðið var því að færa stöðina á sama tíma og verið er að gera nýtt aðalskipulag fyrir Djúpavog.

„Í samræmi við niðurstöðu nýlegra funda með N1. ehf. verður gert ráð fyrir lóð undir bensínafgreiðslu fyrirtækisins nærri gatnamótum Hringvegar og Djúpavogsvegar,“ segir í bókun umhverfis og framkvæmdaráðs frá því í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“