fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Alexandra Mjöll er málpípa viðskiptavinarins hjá Póstinum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2023 13:28

Alexandra Mjöll Jóhönnudóttir Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Mjöll Jóhönnudóttir hefur tekið við stöðu sérfræðings í upplifun viðskiptavina hjá Póstinum.  Alexandra ber ábyrgð á samræmdri upplifun viðskiptavina og nálgun í gegnum sölu, þjónustu og markaðsmál og hlutverk hennar er að tryggja að hagsmunir og óskir viðskiptavina séu efst á blaði þegar kemur að ákvörðunum um nýsköpun, þróun og þjónustuáherslu svo eitthvað sé nefnt, eins og segir í fréttatilkynningu. 

Alexandra starfaði síðast hjá Nostra og gegndi þar stöðu fjármálastjóra og áður sölu- og markaðsstjóra. Alexandra er með B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun og vinnur nú að því að ljúka meistaragráðu í upplýsingastjórnun þar sem áhersla er á samspil viðskipta og gagna- og hugbúnaðarstjórnunar.  

„Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stöðugri framþróun í þjónustu við viðskiptavini á síðustu árum þar sem Pósturinn hefur haft viðskiptavininn í brennidepli í allri sinni starfsemi. Pósturinn lítur til þess að bæta upplifun viðskiptavina á öllum snertiflötum með hagnýtingu gagna og þróun stafrænna lausna og það er virkilega spennandi að fá að vera með á þeirri vegferð þar sem Pósturinn á mikið inni,“ segir Alexandra. 

Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum segir mikinn feng í að fá svona færan starfskraft í hópinn. „Ég er alsæl með að fá svona framúrskarandi fólk í mitt lið. Alexandra er með mikla sérfræðiþekkingu og það eru forréttindi að vera í teymi með fólki sem hefur einlægan áhuga á upplifun og þjónustu við viðskiptavini. Hér er reynd kona á ferð sem veigrar sér ekki við að ganga hratt og vel til verka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum

Lögreglan á Kanaríeyjum skaut fáklæddan mann eftir að fjölskylduerjur fóru úr böndunum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt