fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Enn taldar líkur á eldgosi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 11:43

Myndin sýnir vegaskemmdir í Grindavík eftir jarðskjálfta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ennþá eru taldar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga en líklegasti staðurinn núna er svæði austan við Sýlingarfell. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Skjálftavirkni hefur farið minnkandi undanfarna tvo sólarhringa og í gær mældust 340 skjálftar nærri kvikuganginum. Frá miðnætti í dag hafa mælst um 150 skjálftar. Eru flestir skjálftarnir mjög smáir eða um 1,0 að stærð.

Dregið hefur úr hraða landriss við Svartsengi en hraðinn er þó enn allt að 1 cm á sólarhring. Í tilkynningunni segir:

„Aflögunargögn og niðurstöður líkanreikninga benda til að megnið af aflöguninni komi til vegna innflæðis undir Svartsengi frekar en innflæðis í kvikuganginn. Með öðrum orðum, þenslan við Svartsengi yfirgnæfir nú merkin við kvikuganginn en hægt dregur þó úr öllum færslum. Innflæði í kvikuganginn einskorðast við svæðið austan við Sýlingarfell. Þótt áfram dragi úr aflögun og skjálftavirkni, eru ennþá taldar líkur á eldgosi og ef til þess kemur er líklegasti staðurinn austan Sýlingarfells.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“