fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Enn taldar líkur á eldgosi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 11:43

Myndin sýnir vegaskemmdir í Grindavík eftir jarðskjálfta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ennþá eru taldar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga en líklegasti staðurinn núna er svæði austan við Sýlingarfell. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Skjálftavirkni hefur farið minnkandi undanfarna tvo sólarhringa og í gær mældust 340 skjálftar nærri kvikuganginum. Frá miðnætti í dag hafa mælst um 150 skjálftar. Eru flestir skjálftarnir mjög smáir eða um 1,0 að stærð.

Dregið hefur úr hraða landriss við Svartsengi en hraðinn er þó enn allt að 1 cm á sólarhring. Í tilkynningunni segir:

„Aflögunargögn og niðurstöður líkanreikninga benda til að megnið af aflöguninni komi til vegna innflæðis undir Svartsengi frekar en innflæðis í kvikuganginn. Með öðrum orðum, þenslan við Svartsengi yfirgnæfir nú merkin við kvikuganginn en hægt dregur þó úr öllum færslum. Innflæði í kvikuganginn einskorðast við svæðið austan við Sýlingarfell. Þótt áfram dragi úr aflögun og skjálftavirkni, eru ennþá taldar líkur á eldgosi og ef til þess kemur er líklegasti staðurinn austan Sýlingarfells.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig