fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Andlát: Jón Þorgeir Hallgrímsson

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þorgeir Hallgrímsson yfirlæknir er látinn, 92 ára að aldri. Jón Þorgeir lést að morgni þriðjudagsins 21. nóvember að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hann fæddist í Reykjavík 20. ágúst árið 1931 og var mörgum Íslendingum kunnur fyrir störf sín í þágu læknavísindanna. Eftir að hafa lokið embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1959 lauk hann sérnámi í Danmörku og Svíþjóð og varð sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp árið 1966.

Hann starfaði á fæðingar- og kvensjúkdómadeild Landspítalans og varð síðar yfirlæknir sömu deildar og sviðsstjóri kvenlækningasviðs Ríkisspítala. Hann vann á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um árabil og var í hópi frumkvöðla í forvörnum krabbameina kvenna.

Jón Þorgeir var lektor og síðan dósent í fæðingar- og kvensjúkdómafræðum við læknadeild Háskóla Íslands. Þá kenndi hann við Ljósmæðraskóla Íslands svo eitthvað sé nefnt.

Eiginkona Jóns Þorgeirs var Steingerður Þórisdóttir en hún lést 2015. Þau eignuðust fimm börn. Eftirlifandi sambýliskona Jóns Þorgeirs er Guðrún Gyða Sveinsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku