fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Andlát: Jón Þorgeir Hallgrímsson

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þorgeir Hallgrímsson yfirlæknir er látinn, 92 ára að aldri. Jón Þorgeir lést að morgni þriðjudagsins 21. nóvember að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hann fæddist í Reykjavík 20. ágúst árið 1931 og var mörgum Íslendingum kunnur fyrir störf sín í þágu læknavísindanna. Eftir að hafa lokið embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1959 lauk hann sérnámi í Danmörku og Svíþjóð og varð sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp árið 1966.

Hann starfaði á fæðingar- og kvensjúkdómadeild Landspítalans og varð síðar yfirlæknir sömu deildar og sviðsstjóri kvenlækningasviðs Ríkisspítala. Hann vann á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um árabil og var í hópi frumkvöðla í forvörnum krabbameina kvenna.

Jón Þorgeir var lektor og síðan dósent í fæðingar- og kvensjúkdómafræðum við læknadeild Háskóla Íslands. Þá kenndi hann við Ljósmæðraskóla Íslands svo eitthvað sé nefnt.

Eiginkona Jóns Þorgeirs var Steingerður Þórisdóttir en hún lést 2015. Þau eignuðust fimm börn. Eftirlifandi sambýliskona Jóns Þorgeirs er Guðrún Gyða Sveinsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“