fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Ísrael og Hamas semja um tímabundið vopnahlé

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 10:05

Eyðileggingin á Gaza-svæðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar víða um heim greina nú í morgunsárið frá því að samkomulag hafi náðst um tímabundið vopnahlé í stríðsátökunum milli Ísrael og Hamas-samtakanna.

Í fréttum BBC kemur fram að innan sólarhrings verði tilkynnt formlega um fjögurra daga vopnahlé. Á meðan á því stendur mun Hamas láta 50 gísla lausa og á sama tíma mun Ísrael láta 150 palestínskar konur og táninga lausa úr haldi.

Vopnahléið verður framlengt um einn dag fyrir hverja 10 gísla sem verður sleppt til viðbótar við þessa 50.

Ísrael mun láta annan 150 manna hóp palestínumanna, sem er í haldi, lausan ef 50 gíslar, á Gazasvæðinu, til viðbótar verða látnir lausir.

Ísraelsk stjórnvöld hafa birt lista yfir alls 300 Palestínumenn sem eru í haldi og gætu verið látnir lausir á grunni samkomulagsins. Flestir á listanum eru karlkyns og á táningsaldri. Listinn er birtur opinberlega af lagalegum ástæðum.

Áður en vopnahléið tekur gildi mun ísraelski herinn áfram gera árásir á Gaza en hefur tilkynnt að fram til klukkan fjögur í dag, að staðartíma, verði gert hlé á árásum á norðurhluta svæðisins svo almennir borgarar þar geti flúið til suðurs.

BBC ræðir við frænda konu sem tekin var í gíslingu Hamas ásamt tveimur börnum sínum. Hann segir fjölskylduna ekki hafa hugmynd um hvort þau séu á lífi og ef svo er sé algjör óvissa um líkamlega og andlega heilsu þeirra. Maðurinn segist ekki treysta Hamas til að standa við samkomulagið og ef frænka hans og börnin verði ekki í fyrsta 50 manna hópnum sem verði sleppt muni taka við enn lengri bið eftir því hvort þau verði mögulega í þeim 10 manna hópum sem verður hugsanlega sleppt í framhaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns