fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Barnaníðsmál Jóhanns kemur beint ofan í röð hneykslismála hjá Youtube-risanum sem hann starfaði hjá – „Ég er fullur ógeðs og skammast mín“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 11:30

Jóhann Scott Sveinsson starfaði hjá Linus Media Group þar til nýverið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Jóhanns Scotts Sveinssonar, sem ákærður hefur verið fyrir dreifingu og vörslu á barnaníðsefni í Kanada, er hið nýjasta í röð hneykslismála hjá fyrrum vinnuveitanda hans, Linus Media Group, sem rekur stærstu Youtube-síðu heims, Linus Tech Tips, sem einbeitir sér að því að fjalla um og gagnrýna nýjungar varðandi tölvur og hverskonar tækni.

Eins og DV greindi frá á föstudag hefur Jóhann Scott, sem á íslenskan föður og skoska móður, verið ákærður þrjú brot er varða barnaníðsefni í Kanada en hann er búsettur í borginni Abbotsford í Bresku-Kólumbíu. Dómsmál á hendur Jóhanni Scott, sem er giftur íslenskri konu og eiga þau saman barnungan son, var tekið fyrir í dómstól ytra þann 6. nóvember síðastliðinn en í umfjöllun staðarmiðilsins kemur fram að Jóhann hafi ekki mætt í réttarsal til að halda uppi vörnum.

Fjarlægður af starfsmannaskrá í lok september

Jóhann Scott er menntaður í kvikmyndagerð og hefur hann starfað fyrir Linus Media Group fyrirtæki sem er á bak við eina stærstu Youtube-síðu heims á sviði tækni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Surrey í Bresku-Kólumbíu, um hálftíma akstursfjarlægð frá Abbotsford, en um 80 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu sem var stofnað af kanadíska áhrifvaldinum Linus Sebastian. Youtube-síða fyrirtækisins er með um 25 milljónir fylgjenda og heildaráhorf á myndböndin eru tæplega 8 milljarðar.

Jóhann hefur verið starfsmaður fyrirtækisins, undir nafninu Scott Sveinsson, undanfarið árið en hann var fjarlægður af starfsmannalista þess á netinu í lok september-mánaðar.

Það var skömmu eftir að bylgja hneykslismál skall á fyrirtækinu sem vakti talsverða athygli meðal áhugamanna um hverskonar tækni og tól. Um miðjan ágúst birti stór Youtube-síða harða gagnrýni á starfsemi fyrirtækisins þar sem nefnd voru dæmi þess að myndbönd fyrirtækisins væru illa unnin og bæru þess merki að lögð væri meiri áhersla á magn en gæði.

Skaðaði sig frekar en að mæta í vinnuna

Nokkrum dögum síðar steig svo Maddison Reeve, fyrrum samfélagsmiðlastjóri fyrirtækisins fram, á samfélagsmiðlinum X og lýsti eitraðri vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Hún hefði margoft upplifað að klippið væri í hana með ósæmilegum hætti á skrifstofunni og þurft að þola kynferðislegar og niðurlægjandi athugasemdir. Andlegri heilsu hennar hefði hrakað mjög í störfum hennar fyrir fyrirtækið og ástandið orðið svo alvarlegt að hún hafi skaðað sjálfa sig frekar en að mæta til vinnu.

Linus Media Group brást við með því að taka sér tíu daga hlé frá því að birta efni á Youtube og fara yfir innri ferla fyrirtækisins. Það þóttu talsverð tíðindi enda hafði fyrirtækið birt dagleg Youtube-myndbönd samfellt í tólf ár fram að því. Þá steig stofnandinn Linus Sebastian fram og viðurkenndi mistök fyrirtækisins, sagði að um vaxtaverki væri að ræða en hét því að á þeim yrði tekið. Hann ræddi þó ekki ásakanir Reeve um kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins.

Íslendingur upplifir skömm

Á Reddit-síðu Linus Tech Tips, sem telur um 350 þúsund manns, er mikil umræða um meint brot Jóhanns og vandræði fyrirtækisins í kjölfarið af áðurnefndum ásökunum. Þar segir meðal annars ónefndur Íslendingur að hann hafi verið stoltur af því að landi hans ynni hjá risafyrirtæki eins og Linus Media Group og því sé hann í sjokki yfir tíðindunum. „Ég er fullur ógeðs og skammast mín,“ segir reddit-notandinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum