Um fimm hundruð skjálftar hafa mælst við kvikuganginn nærri Grindavík eftir miðnætti. Flestir skjálftarnir voru þó í minni kantinum og allir undir 3 að stærð.
Sá stærsti, 2,6, varð rétt eftir klukkan þrjú í nótt og klukkan rúmlega sex í morgun varð annar skjálfti, 2,5 að stærð.
RÚV hefur eftir Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands, að engin merki séu um gosóróa. Kvika flæðir enn inn í ganginn.