fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Vítin þrjú sem þarf að varast í kaupæði – Vítahringur, févíti og hendivíti

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram undan eru stærstu afsláttardagar ársins, Dagur einhleypra (e. Singles Day), föstudagsfár (e. Black Friday) og netmánudagur (e. Cyber Monday), þegar verslanir bjóða upp á verulega afslætti að þeirra sögn og hvetja neytendur til að versla. 

Eða eins og segir á vef Neytendasamtakanna: „fólk er hvatt til verslunar líkt og enginn sé morgundagurinn.“

Í grein Neytendasamtakanna er neytendum bent á þrjú víti sem þeir þurfa að vara sig á þegar kemur að slíkum afsláttardögum.

Vítahringur

Fram kemur að á hverju ári berist Neytendasamtökunum ábendingar um verslanir sem hækka verð í aðdraganda kaupæðisdaganna en lækka þær svo aftur á svokölluðum tilboðum. „Stundum er tilboðsverðið meira að segja hærra en fyrra verðið.“

Neytendasamtökin hvetja fólk til að taka myndir af vöruverðinu nú fyrir tilboðsdagana og sannreyna að um raunverulegan afslátt sé að ræða. „Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir vera venjulegt verð.“

Hvetja samtökin neytendur til að tilkynna til Neytendastofu sé ekki um raunverulegan afslátt að ræða, eða afslátturinn minni en efni standa til. Neytendastofa hefur eftirlit með viðskiptaháttum verslana. 

Fé-víti

„Ekki spara eyrinn en kasta krónunni segir gamalt orðatiltæki.“ Neytendasamtökin benda á að færa mætti orðatiltækið til nútímans: „Ekki taka dýr lán til að spara örlítið.“

Bent er á að smálán og önnur skammtímalán eru óheyrilega dýr, hvort sem þau nefnast Aur, Netgíró, Núnú, Pei eða Síminn Pay og oft festist fólk í vítahring greiðsluvanda vegna þeirra. „Það er ekkert sniðugt að borga fyrir kaup dagsins í dag eftir nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Gott er að hafa í huga að oft langar okkur að kaupa hluti sem okkur vantar ekki til að ganga í augun á fólki sem við þekkjum ekki, jafnvel fyrir peninga sem við eigum ekki. Látum ekki glansauglýsingarnar blekkja okkur.“

Hendi-víti

Samtökin segja það fagnaðarefni að verslanir geti selt vörur sínar á lægra verði, en á sama tíma megi spyrja „af hverju gott verð sé bundið við örfáa daga en gildi ekki árið um kring. 

Neytendur þurfa að vera meðvitaðir um að þessir tilboðsdagar eru trommaðir upp af kaupmönnum til að fá neytendur til að versla meira í aðdraganda jólanna, auka veltu og flýta fyrir jólaversluninni.“

Vítateigur

Þar sem stór hluti verslunar fer fram á netinu minna samtökin sérstaklega á réttindi og skyldur sem gilda um kaup á netinu.

Hér eru upplýsingar um lágmarksskilarétt Neytendasamtakanna.

Hér eru upplýsingar um lágmarksrétt Neytendasamtakanna vegna gjafabréfa og inneigna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir