fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Verslunarstjóri dæmdur fyrir milljón krónu fjárdrátt úr Krónunni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. nóvember 2023 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrum verslunarstjóra Krónunnar skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga að sér fé úr versluninni. Maðurinn var verslunarstjóri útibús Krónunnar í Nóatúni. Brotin áttu sér stað yfir níu daga tímabil um áramótin 2019 og 2020. Var verslunarstjóranum gefið að sök að hafa í fjögur skipti dagana 27. desember til 4. janúar dregið að sér samtals 964.495 krónur í reiðufé. Það átti hann að hafa gert með því að taka reiðuféið úr peningaskáp sem staðsettur var í sjóðsherbergi verslunarinnar.

Kemur fram í dómnum, sem kveðinn var upp 2. nóvember, að hinn ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins né hélt uppi vörnum. Því var háttsemi hans talin sönnuð og hann því sakfelldur.

Í ljósi þess að verslunarstjórinn fyrrverandi hafði ekki gerst áður brotlegur við lög þá var refsing hans ákveðin 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns