fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Stefán segir alltaf meira basl á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum – Bendir á sláandi tölur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 18:15

Stefán Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, segir að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, sé viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífinu í nágrannalöndum okkar.

Stefán gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein á vef Vísis í dag.

Stefán bendir á að atvinnurekendum sé tamt að tala um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. Þeir horfi aftur á móti framhjá því að verðlag sé það hæsta ásamt Sviss. Þá taki húsnæðiskostnaður hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum.

„Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar.“

Afkoman viðkvæmari fyrir sveiflum

Stefán segir að þetta geri það að verkum að afkoma íslensks launafólks sé viðkvæmari fyrir sveiflum en annars staðar.

„Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.“

Stefán birtir mynd máli sínu til stuðnings sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman frá árinu 2007 til ársins í ár. „Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin,“ segir hann.

Fjárhagserfiðleikar heimilanna aukist

Stefán nefnir að fjárhagserfiðleikar heimilanna hafi aukist miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008 og raunar hafi hinum Norðurlöndunum tekist að tryggja afkomu heimila nær alfarið gegn kreppuáhrifum. Voru það helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum, að sögn Stefáns.

„Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg.“

Stefán vísar í könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, síðastliðið vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman. Hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Voru erfiðleikarnir mestir hjá verkafólki sem eru um 60% þeirra sem eiga nú í erfiðleikum.

„Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar.“

Afleit þróun

Stefán segir að þessi afleita þróun á Íslandi síðastliðin tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki.

„Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks