fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Dómari hafnar því að víkja sæti í hryðjuverkamálinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 16:10

Hluti vopnanna sem gerð voru upptæk við rannsókn málsins. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Kristjánsson héraðsdómari hefur hafnað því að víkja sæti í hryðjuverkamálinu svonefnda. Í málinu eru þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson ákærðir annars vegar fyrir vopnlagabrot og hins vegar fyrir tilraun til hryðjuverka.

Hryðjuverkahluta ákærunnar hefur tvisvar verið vísað frá dómi í héraði en í síðara skiptið sneri Landsréttur úrskurðinum við og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið fyrir.

Ákæruvaldið gerði kröfu um að dómarinn Daði Kristjánsson viki sæti í málinu á þeim forsendum að hann hefði í frávísunarúrskurði tjá sig á þann hátt að efast mætti um hlutleysi hans í málinu.

Í tilvikum sem þessum skal dómari sjálfur meta eigið hæfi. Daði hafnaði  kröfu ákæruvaldsins um að víkja sæti. Var forsenda hans sú að hann hefði í síðari frávísunarúrskurði sínum ekki tjáð sig þannig um efnishlið málsins að efast mætti með réttu um hlutleysi hans.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í málinu, er sáttur við þessa niðurstöðu. Í samtali við DV sagði hann að niðurstaðan væri að sínu mati hárrétt, dómarinn hefði í sínum úrskurði sagt að ef ákæruvaldið gæti ekki komið frá sér ákæru sem stæðist kröfur sakamálalaga mætti e.t.v. huga að grundvelli saksóknarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Í gær

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum