fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

„Bossapartýs“-maðurinn játaði brot gegn börnum og fékk vægan dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. október 2023 20:00

Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. október var maður sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum.

Maðurinn var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa fengið þrjú börn til að girða niður um sig og sýna á sér rassinn. Var þetta kallað „bossapartý“. Hann er einnig sagður hafa girt niður um sjálfan sig og sýnt börnunum rassinn á sér. „…með háttsemi sinni særði hann blygðunarsemi þeirra og sýndi þeim ósiðlegt athæfi,“ segir í ákæru.

Í öðru lagi er hann sakaður um kynferðislega áreitni gegn barni er hann nuddaði og strauk rassinn á barni utanklæða.

Í þriðja lagi er hann sakaðu rum að hafa farið innundir buxur og nærbuxur á dreng og káfað á kynfærum hans.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og sýndi iðrun. Einnig kemur fram í dómnum að hann hefur leitað sér faglegrar hjálpar vegna hegðunar sinnar. Síðast en ekki síst var tekið tillit til mjög ungs aldurs hins ákærða en aldur hans er hreinsaður út úr texta dómsins.

Í ljósi þessa var það niðurstaða dómara að gera manninum ekki refsingu en hann var dæmdur til að greiða börnunum miskabætur, einu barni 200 þúsund krónur og tveimur 50 þúsund krónur hvoru.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“