fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Bátavogsmálið: Gæsluvarðhald framlengt – Hinn látni sagður friðsamur og andsnúinn ofbeldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. október 2023 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann var maður sem gerði aldrei flugu mein og bar ekki hönd yfir höfuð sér ef á hann var ráðist, lét allt yfir sig ganga,“ segir systir mann sem var myrtur í  íbúð í fjölbýlishúsi í Bátavogi laugardagskvöldið 21. september.

Maðurinn átti við fíkn að stríða seinni ár ævinnar og ýmsa erfiðleika en systir hans bendir á að hann hafi engu að síður verið góðmenni sem vildi öllum vel. „Hann var friðsamur maður og vildi bara frið og ró í kringum sig,“ segir hún.

Maðurinn var 58 ára gamall. Sambýliskona hans, 42 ára gömul, situr í gæsluvarðhaldi, grunuð um að hafa orðið manninum að bana. Var hún handtekin á vettvangi. Áverkar fundust á manninum sem talið er að hafa leitt til dauða hans.

Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti DV í dag um að gæsluvarðhald yfir konunni hefði verið framlengt til 18. október næstkomandi. Lögreglustjórinn í Reykjavík óskaði eftir því og Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um gæsluvarðhaldið.

DV spurði Ævar hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að annar aðili en konan sem situr í gæsluvarðhaldi hafi orðið manninum að bana. Ævar neitaði með öllu að tjá sig um þann möguleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“