Mannanafnanefnd kvað í gær upp úrskurð vegna erindis sem nefndinni barst 6. október síðastliðinn en þar var óskað eftir því að nefndin samþykkti kvenmannsnafnið Harley sem eiginnafn.
Eiginnafn einstaklings, sem er einnig nefnt fornafn, er það nafn viðkomandi sem hvorki er millinafn eða eftirnafn. Samkvæmt lögum þarf mannanafnanefnd að samþykkja öll ný íslensk eiginnöfn.
Í úrskurði mannanafnanefndar segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfi öll skilyrði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin séu:
Samkvæmt úrskurðinum taldi nefndin eiginnafnið Harley uppfylla öll skilyrði greinarinnar, eiginnafnið Harley (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Harleyjar,