fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Unnar hefur setið í fangelsi stóran hluta ævi sinnar – Nú hafa rúm tvö ár bæst við

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. október 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Unnar Sigurð Hansen í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Unnar er fæddur árið 1966 og nær sakaferill hans aftur til ársins 1985.

Unnar hefur rætt opinskátt um afbrotasögu sína og kom meðal annars fram í þætti Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, sem sýndur var árið 2018.

Innbrot og akstur undir áhrifum

Unnar var dæmdur fyrir þó nokkuð mörg brot samkvæmt dómi héraðsdóms sem féll þann 19. október síðastliðinn. Hann var ákærður fyrir tvö innbrot með skömmu millibili í júlí 2021, annars vegar í Thorvaldsensstræti í Reykjavík þar sem hann stal verkfærum og hins vegar í apótek í Kópavogi þar sem hann stal lyfjum og peningum.

Rétt fyrir jólin 2021 var hann svo stöðvaður við Grindavíkurveg þar sem hann ók bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum fíkniefna.

Vorið 2022 braust hann í verslun Bakó Ísberg þar sem hann stal fartölvu og Apple-símahleðslutæki. Hann stal svo bifreið í september 2022 og ók henni undir áhrifum fíkniefna.

Tveimur dögum síðar fór hann inn í fjóra strætisvagna við Hestháls í Reykjavík þar sem hann stal ýmsum verðmætum, til dæmis fartölvu, spjaldtölvu, fatnaði. Þá braut hann upp peningakassa í öllum fjórum vögnunum og hafði rúmar tvö þúsund krónur upp úr krafsinu.

Unnar var svo ákærður fyrir fleiri sambærileg brot en hann játaði sök þegar málið var tekið fyrir.

Unnar var síðast dæmdur í 3 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2015 fyrir þjófnað, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, akstur sviptur ökurétti og fíkniefnalagabrot. Hann lauk afplánun vegna dómsins árið 2021 en í dómi héraðsdóms kemur fram að ítrekunaráhrif vegna dómsins séu ekki fallin niður.

Braust fyrst inn sex ára

Unnar lýsti lífi sínu í Paradísarheimt þar sem fram kom að afbrotaferillinn hafi byrjað þegar hann var sex ára með innbrotum í dúfnakofa. Hann var fyrst dæmdur í fangelsi átján ára og hefur hann setið í fangelsi stóran hluta ævi sinnar, eða um tuttugu ár samtals.

Í Paradísarheimt kom fram að Unnar væri vinsæll meðal samfanga; léttur og dagfarsprúður en neyslan hafi farið illa með hann. Hann ólst upp á heimili þar sem var nokkuð um drykkju og viðurkenndi hann í þættinum að hann hefði stundum verið með kvíðahnút í maganum um helgar. Sjálfur tók hann fyrsta sopann sex eða sjö ára.

Gripnir á leið til Færeyja

Þó Sigurður hafi dvalið langdvölum í fangelsi hefur hann reynt – og tekist – að flýja. Hann sagaði einu sinni rimlana á Litla-Hrauni ásamt öðrum fanga og strauk. Hann gaf sig fram tveimur dögum síðar að beiðni fjölskyldu sinnar. Þá rifjaði hann upp í þættinum að hann hafi ásamt nokkrum öðrum strokið af Skólavörðustígnum.

„Við fórum sex eða sjö og það var ævintýri sko. Það var bara eltingarleikur út um allt. Við náðumst á Reykjavíkurflugvelli á leiðinni til Færeyja, snarruglaðir,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK