fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Dómsmálaráðherra boðar lagafrumvarp um útlendingamál

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. október 2023 09:00

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst leggja fram lagafrumvarp sem hefur það að markmiði að breyta ákvæðum um alþjóðlega vernd í útlendingalögunum. Breytingarnar eiga að færa löggjöf og framkvæmd í þessum málaflokki til samræmis við það sem er í öðrum Evrópuríkjum, þó sérstaklega Norðurlöndunum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að ætlunin sé að breyta ákvæðum um mannúðarleyfi og verði ákvæði sem heimilar veitingu slíks leyfis fellt niður, hafi umsækjandi ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan lögbundinna tímamarka.

Segir í skýringu með frumvarpinu að Ísland sé, að því er best sé vitað, eina ríkið á Norðurlöndum sem veiti dvalarleyfi á þessum grundvelli.

Einnig er fyrirhugað að fella niður rétt umsækjenda til ókeypis talsmannsþjónustu á báðum stjórnsýslustigum. Fram kemur að í Evrópu nái þessi réttur, ef hann er til staðar, almennt aðeins til málsmeðferðar á kærustigi en ekki hjá því stjórnvaldi sem tekur við umsóknum og afgreiðir þær. Rétturinn sé því meiri hér á landi en í nágrannaríkjunum og talsverður kostnaður falli á ríkissjóð vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“