fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Stúdentaráð krefst þess að Háskólinn endurgreiði ólögmæt skráningargjöld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. október 2023 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúdendaráð krefst þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem hefur greitt ólögmæt skráningargjöld við skólann. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu.

Áfrýjunarnefnd kærumála háskólenema hefur gert HÍ skylt að endurgreiða nemanda skráningargjald sem hann greiddi til skólans vegna skólaársins 2021-2022. (Sjá mbl.is).

Nemandinn kærði skráningargjaldið til háskólaráðs sem hafnaði beiðni hans en áfrýunarnefndin hefur fellt þann úrskurð úr gildi. Nefndin telur grundvöll fyrir innheimtu skráningargjaldsins vera ófullnægjandi.

Jón Atli Benediktsson, háskólarektor, hefur sent tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann vill leiðrétta meintan  misskilning þess efnis að skráningargjaldið í heild sé ólögmætt. Jón Atli segir:

„Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komist að niðurstöðu í máli sem snýr að innheimtu skrásetningargjalda.

Af umfjöllun fjölmiðla um málið má ráða að nokkurs misskilnings gæti um niðurstöðu nefndarinnar. Jafnvel hefur komið fram að nefndin hafi kveðið á um að enginn grundvöllur væri fyrir innheimtu skrásetningargjalds en slíkt er alls ekki rétt.

Í niðurstöðu nefndarinnar kemur einfaldlega fram að útreikningar vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið séu ekki fullnægjandi.

Eftir að niðurstaðan lá fyrir hófst vinna hér innan Háskólans við að sjá til þess að útreikningar fyrir umrædda kostnaðarliði séu eins og vera ber.

Ég mun tryggja að háskólaráð og fulltrúar stúdenta verði upplýstir um framvindu málsins.“

 

Í tilkynningu stúdentaráðs um málið segir:

„Stúdentaráð Háskóla Íslands lítur úrskurð áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema, um ólögmæti skrásetningargjalda, alvarlegum augum.

Vanfjármögnun opinberra háskóla á Íslandi veldur því að Háskóli Íslands hefur gripið til þess ráðs að seilast í vasa stúdenta til þess að halda sér á floti.

Því krefjumst við þess að Háskóli Íslands endurgreiði hverjum þeim sem greitt hefur ólögmæt skrásetningargjöld við skólann, eins og honum ber skylda til.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag