fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Lífrænu sorppokarnir áfram ókeypis í bili – Sorpa tekur við að borga

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. október 2023 16:00

DV hefur haft fregnir af því að fólk noti pokana undir annað en lífrænar matarleifar. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pappírs sorppokarnir undir lífrænar matarleifar verða áfram ókeypis um hríð. Sveitarfélögin hafa greitt fyrir pokana fram að þessu en um mánaðamótin tekur Sorpa við að borga fyrir þá.

„Á þessum tímapunkti liggur ekki fyrir að breyting verði á gjaldfrjálsri afhendingu pokanna,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta og þróunarstjóri Sorpu við fyrirspurn DV.

Fólk byrjað að safna

Pokarnir hafa verið afhentir í helstu matvöruverslunum frá því í júní síðastliðnum og eru hluti af nýja flokkunarkerfinu. Þetta eru bréfpokar sem brotna auðveldlega niður og festast ekki í vélbúnaði móttökustöðva Sorpu.

Tilkynnt var í sumar að pokarnir yrðu „fríir til að byrja með“ en ekki tilgreint nánar hvort eða hvenær byrjað yrði að rukka fólk fyrir þá.

Gunnar Dofri Ólafsson samskipta og þróunarstjóri Sorpu.

DV hefur orðið var við orðróm þess efnis að það líði ekki á löngu þar til hætt verður að dreifa pokunum frítt. Einnig að sumt fólk sé þegar byrjað að safna miklu magni af þeim heima hjá sér til að eiga góðan lager áður en gjaldtakan hefst.

Þá hefur DV einnig haft spurnir af því að fólk noti pokana undir annað en matarleifar og lífrænt eldhússorp.

Búntið á tæpan þúsundkall

Fram að þessu hafa sveitarfélögin borgað brúsann fyrir framleiðslu og dreifingu pokanna. Er þetta töluverður kostnaður fyrir þau.

Að sögn Gunnars Dofra hafa sveitarfélögin greitt 192 milljónir króna, án virðisaukaskatts, fyrir fyrstu 20 milljón pokana. Reykjavík greitt 112 milljónir króna, Kópavogur tæpar 30 milljónir, Hafnarfjörður 24, Garðabær 13, Mosfellsbær 9 og Seltjarnarnes 4 milljónir.

Þetta fyrirkomulag er hins vegar að renna út núna um mánaðamótin. „Frá og með 1. nóvember mun Sorpa bs. greiða fyrir pokana,“ segir Gunnar Dofri.

Að sögn Gunnars Dofra kostar eitt búnt af pokum 768 krónur án virðisaukaskatts. En í því eru 80 pokar. Gera má því ráð fyrir að þegar og ef almenningi verður gert skylt að kaupa pokana þá muni búntið kosta 953 krónur í það minnsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks