fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Segja meðferð á þeim sem skulda húsnæðislán vera svívirðilega – „Einhver gæti sagt að þetta væri þjófnaður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. október 2023 13:30

Vextir á íbúðalánum bankanna hafa hækkað vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byrðar á húsnæðislántakendur hafa þyngst gífurlega undanfarin misseri eftir fjölmargar vaxtahækkanir og háa verðbólgu í langan tíma. Í umræðum um þetta í Bítinu á Bylgunni í morgun var krafist nýs húsnæðislánakerfis og var meðferð á lántakendum sögð svívirðileg.

Þáttarstjórnandinn Heimir Karlsson tiltók dæmi af aðila sem í fyrra greiddi 250 þúsund á mánuði af húsnæðisláni og þar af því fóru 27 þúsund krónur inn á höfuðstól lánsins og afgangurinn í vexti. Í dag greiðir þessi aðili af sama láni 449 þúsund krónur á mánuði og aðeins um 6.700 kr. fara inn á höfuðstólinn en rúmlega 442 þúsund krónur fara í vexti.

Rætt var við Ingibjörgu Þórðardóttur fasteignasala sem sagði þetta ástand hafa varað í áratugi: „Verðtryggingunni var skellt á fyrir 1980, þessi Ólafslög svokölluðu, það var mikil verðbólga 1980 til 1983 þegar Sigtúnshópurinn var að berjast, í raun og veru hefur kerfinu ekkert farið fram á þessum tíma, fólk bara deyfist og svæfist við þetta mótlæti, herðir að sér og getur þá kannski ekki keypt skólamáltíðir fyrir börnin sín. Þetta bitnar harðast á þeim sem eru nýkomnir á markaðinn.“

Ingibjörg segir svívirðilegt óréttlæti viðgangast: „Þetta er svo mikil svívirða. Hvar enda þessir peningar? Ég heyrði nú til dæmis bankastjóra Landsbankans stæra sig af því að þessi höll sem byggð var niðri við Hörpu, að það tæki örfá ár, þá kannski með leigutekjum, að greiða upp þetta hús.“ Sagði Ingibjörg að innan við eitt prósent þjóðarinnar gæti sagst hafa borgað upp eignina sína á sjö til tíu árum.

Heimir Karlsson skaut inn í: „440 þúsund krónur í vexti og sex þúsund krónur inn á höfuðstólinn – einhver gæti sagt að þetta væri þjófnaður og þá vaknar spurningin, hvert fara þessir peningar?“

Ingibjörg og Heimir voru sammála um að lánastofnanir mökuðu krókinn á kostnað almennings og benti Ingibjörg á að þessir fjármunir rynnu ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til ríkisins og þá í formi fjármagnstekjuskatts.

Ingibjörg harmaði frammistöðu ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis: „Það er sorglegt að horfa upp á þennan meirihuta sem er búinn að sitja núna í sex ár, að hann skuli ekki beita sér í þessu, eins og þetta sé eitthvert náttúrulögmál, sem það er ekki.“

Heimir og Ingibjörg kölluðu eftir nýju húsnæðislánakerfi en heyra má umræðuna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“