Gizmodo segir að ísraelski herinn vilji með þessu vernda íbúa nærri Gaza áður en til landhernaðar kemur. Ekki kemur fram hvernig þetta verndar íbúana.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Google grípur til aðgerða af þessu tagi því fyrirtækið gerði það sama skömmu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.
Talsmaður Google sagði í samtali við Gizmodo að eins og fyrirtækið hafi áður gert á átakasvæðum hafi það tímabundið lokað fyrir rauntímaupplýsingar um umferð vegna öryggis þeirra sem búa á átakasvæðunum.
Umferðarupplýsingar Google Maps geta komið upp um hreyfingar ísraelska hersins og hvort margt fólk sé samankomið á einhverjum stöðum.
Umferðarappið Waze hefur einnig lokað fyrir þjónusta sína á svæðinu og segir það gert til að tryggja öryggi fólks. Appið virkar þó að sögn á öðrum svæðum í Ísrael, til dæmis Tel Aviv.