Neytendastofa komist að þeirri niðurstöðu Santewines SAS, rekstraraðilo vefsíðunnar sante.is, hafi birt ólögmæta skilmála um rétt neytenda til að falla frá samningi.
Eigandi Santewines er Arnar Sigurðsson.
Í skilmálum félagsins kemur fram að ekki sé hægt að skila vörum gegn endurgreiðslu nema samkvæmt sérstöku samkomulagi þegar um er að ræða kaup í miklu magni fyrir veislur eða þess háttar.
Neytendastofa telur að Santewines hafi í skilmálunum veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi.
„Var það mat stofnunarinnar að vöruúrval félagsins væri ekki þess eðlis að heimilt væri að takmarka rétt neytenda til að skila vöru með eins almennum hætti og gert var þrátt fyrir að undanþága gæti átt við um einstaka vörur,“ segir í frétt Neytendastofu um málið. Þar með hafi neytendum verið veittar rangar upplýsingar um rétt þeirra til að falla frá samningi.
Sjá nánar á vef Neytendastofu.