fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Konur hjá dk verða ekki fyrir tekjutapi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 22. október 2023 16:04

Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

dk hugbúnaður styður konur og kvár í kvennaverkfallinu sem fram fer 24. október næstkomandi. Þær konur sem starfa hjá fyrirtækinu og taka þátt í verkfallinu verða ekki fyrir tekjutapi. dk er með yfir 7000 viðskiptavini og er einn stærsti hýsingaraðilinn á landinu með yfir 30 þúsund einstök fyrirtæki í hýsingu.,,Það er ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á þjónustu og starfsemi okkar þennan dag. Við verðum með opið en með skerta þjónustu. Verkfallið er mikilvæg áminning til samfélagsins um mikilvægi þess að meta fólk að jöfnu óháð kyni. Baráttudagurinn 24. október er hvatning til samfélagsins að gera enn betur og stuðla að auknu jafnrétti. Hjá dk starfar öflugur hópur fólks með mikla reynslu, góða menntun og sérhæfingu. Fyrirtækið státar sig af því að hafa eitt hæsta hlutfall kvenna hjá fyrirtækjum í upplýsingatækni sem og fjölda kvenna í stjórnunarstöðum innan fyrirtækisins. Hlutfall kvenna í dk er yfir 40%, meirihluti í framkvæmdastjórn eru konur og fyrirtækið fékk í síðustu viku viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar annað árið í röð. Við tökum skýra afstöðu í baráttunni og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar.

Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti