fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Vatnsmagn í Amazon í sögulegu lágmarki – Bátar sitja á árbotninum

Pressan
Föstudaginn 20. október 2023 08:00

El Nino. Mynd: nps.gov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurfyrirbærið El Nino er farið að hafa áhrif á veðurmynstur í Suður-Ameríku og á síðustu mánuðum hefur það þurrkað upp hluta af Amazonskóginum. Á mánudaginn mældist vatnsmagnið í Amazonánni það minnsta í rúmlega eina öld.

Reuters skýrir frá þessu og segir að vegna langvarandi þurrka hafi áin þornað upp að stórum hluta. Þurrkarnir voru slæmir í sumar og hafa versnað nú í haust.

Margar hliðarár Amazon eru nú algjörlega uppþornaðar og húsbátar sitja á árbotninum. Margir bæir eru einangraðir vegna þessa og ekki hægt að flytja vatn og mat til þeirra. Þurrkarnir hafa áhrif á mörg hundruð þúsund manns því þeir koma í veg fyrir vöruflutninga eftir ánum.

Hár vatnshiti er einnig talinn hafa orðið rúmlega 100 manns að bana.

Amazonáin er stærsta á heims en hún nær frá Andesfjöllunum í vestri til Atlanshafsins í austri.

Á Manaus, þar sem Rio Negra sameinast Amazonasánni, er vatnsborðið nú 13,59 metrar en fyrir ári var það 17,6 metrar. Þetta er lægsta vatnsstaðan í ánni síðan mælingar hófust 1902.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir