Reuters skýrir frá þessu og segir að vegna langvarandi þurrka hafi áin þornað upp að stórum hluta. Þurrkarnir voru slæmir í sumar og hafa versnað nú í haust.
Margar hliðarár Amazon eru nú algjörlega uppþornaðar og húsbátar sitja á árbotninum. Margir bæir eru einangraðir vegna þessa og ekki hægt að flytja vatn og mat til þeirra. Þurrkarnir hafa áhrif á mörg hundruð þúsund manns því þeir koma í veg fyrir vöruflutninga eftir ánum.
Hár vatnshiti er einnig talinn hafa orðið rúmlega 100 manns að bana.
Amazonáin er stærsta á heims en hún nær frá Andesfjöllunum í vestri til Atlanshafsins í austri.
Á Manaus, þar sem Rio Negra sameinast Amazonasánni, er vatnsborðið nú 13,59 metrar en fyrir ári var það 17,6 metrar. Þetta er lægsta vatnsstaðan í ánni síðan mælingar hófust 1902.