fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Kvennaverkfall á þriðjudag hefur víðtæk áhrif: „Alveg viðbúið að skólum verði lokað“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. október 2023 08:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Grímsson, sviðsstjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir að vænta megi þess að kvennaverkfall næstkomandi þriðjudag hafi mikil áhrif á skólastarf í borginni.

„Það er alveg viðbúið að skólum verði lokað og þá sérstaklega leikskólum,“ segir Helgi í samtali við Morgunblaðið í dag. Kvennafrídagurinn er á þriðjudag, 24. október, og hefur verið boðað til verkfalls í tilefni dagsins. Konur eru í miklum meirihluta starfsfólks á skóla- og frístundasviði borgarinnar.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að í leikskólum séu 2.052 konur af 2.286 starfsmönnum, eða 90%, en í grunnskólum er hlutfall kvenna meðal starfsfólks lægra, eða 77%.

Helgi segir skólastjórnendur þurfa að ákveða hvernig starfseminni verður háttað í hverjum skóla fyrir sig og það ráðist af hlutfalli karlmanna meðal starfsfólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“
Fréttir
Í gær

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark