Þann 5. október, þ.e. næsta fimmtudag, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, rán og eignaspjöll, með því að hafa í félagi, sunnudagskvöldið 21. mars 2021, á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glerártorg, veist með ofbeldi að manni sem sat í aftursæti bíls. Þorgeir er sagður hafa slegið manninn í höfuðið með 30 sm löngum hamri sem vóg tæp hálft kíló.
Annar er sagður hafa slegið manninn ítrekað í höfuðið og tekið af honum Gucci-belti. Hinn maðurinn hafi síðan barið ítrekað í bílinn með hamrinum með þeim afleiðingum að bíllinn beyglaðist, lakk skemmdist, rúða á afturhlera brotnaði, sem og rúða við farþegasæti aftur í, vinstra megin.
Árásarþolinn hlaut 2,3 sm langan skurð fyrir ofan enni hægra megin og þreyfieymsli þar í kring. Hann fékk einnig 1 sm langan skurð fyrir ofan hægri augabrún og þreyfieymsli um hálshrygg.
Héraðssaksóknari krefst þess að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls kostnaðar.
Árásarþolinn krefst þess að annar mannanna verði dæmdur til að greiða honum 750 þúsund krónur í skaðabætur og að hinn greiði honum 1,2 milljónir.