fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Systur deildu um milljónir fyrir dómi – Vildi endurgreiðslu eftir áralangt uppihald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. október 2023 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur lækkaði um þrjár milljónir upphæð sem héraðsdómur hafði dæmt konu til að endurgreiða litlu systur sinni. Dómur Landsréttar féll í gær í sérstæðu máli. Þar var kona dæmd til að greiða systur sinni tæplega 2,7 milljónir króna. Héraðsdómur hafði áður gengið að fullu að kröfum systurinnar og dæmt hana til að greiða henni 5,7 milljónir króna.

Málavextir eru þeir að yngri systirin flutti inn á þá eldri og sambýlismann hennar er hún var 15 ára vegna ófullnægjandi aðstæðna á heimili móður systranna. Segist sú eldri hafa alið önn fyrir systur sinni og aðstoðað hana með alls kyns fjárútlátum. Hún hafi m.a. hjálpað henni að kaupa fasteign og bíl auk þess að greiða fyrir hana utanlandsferðir, augnabrúnatattú, bílpróf og ökuskóla, snyrtidót og ýmislegt fleira. Hafi hún haldið henni upp um nokkurra ára skeið og hjálpað henni að koma undir sig fótunum.

Í texta héraðsdóms um málavöxtu segir meðal annars:

„Fram kemur í stefnu, greinargerð og framburði aðila að stefnandi hafi flutt inn á heimili systur sinnar, stefndu, í júlí 2013 vegna óviðunandi aðstæðna stefnanda hjá móður sinni og ömmu. Var stefnandi þá 15 ára. Kveður stefnda að samkomulag hafi verið um að stefnandi byggi hjá henni til átján ára aldurs og myndi stefnda sjá um framfærslu hennar. Eftir þann tíma myndi stefnandi greiða stefndu fyrir uppihald og einkaneyslu sína þegar hún væri fær um að framfleyta sér. Stefnda kveðst hafa stutt stefnanda fjárhagslega við að kaupa fasteign að […] í Reykjavík en framlag stefndu til íbúðarkaupanna kveðst stefnandi hafa greitt henni til baka. Stefnandi hafi síðan búið áfram hjá stefndu í […] í Reykjavík fram til júní 2019. Var stefnandi þá 21 árs er hún flutti út frá systur sinni og fjölskyldu.“

Fjárreiður systranna blönduðust mikið saman og eru dómarnir í málinu af þeim sökum nokkuð flóknir. En megin ágreiningsefnið var millifærsla yngri systurinnar inn á reikning þeirrar eldri. Yngri systirin staðhæfði að um lán hefði verið að ræða því að eldri systur hennar þurfti aðstoð við rekstur fyrirtækis síns sem gekk erfiðlega og var raunar ekki löngu síðar úrskurðað gjaldþrota.

Eldri systirin krafðist sýknu og sagðist eiga endurkröfu á litlu systur sína upp á um 14,3 milljónir króna. „Byggir stefnda m.a. á því að stefnandi hafi verið nánast tekjulaus á þessum árum og því ekki haft bolmagn til að lána stefndu það fé sem hún endurkrefur nú um,“ segir í texta dómsins.

Eldri systirin hélt því hins vegar fram að um væri að ræða hluta endurgreiðslu á lánum hennar til yngri systurinnar.

Engin gögn voru til að sanna tilefni millfærslunnar og þurfti því að byggja á millifærslunni sjálfri, öðrum fjárhagslegum gögnum og framburði systranna.

Niðurstaða Landsréttar er sú að eldri systirin þarf að endugreiða hinni yngri 2,7 milljónir króna.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir