fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Helgu bolað úr formannssæti vegna skrifa um trans-málefni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 8. október 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagabreyting um formannskjör var samþykkt á aðalfundi Bandalags kennara á Norðausturlandi (BKNE) á fimmtudag og tók hún þegar gildi. Helga Dögg Sverrisdóttir lét af formennsku við þessa breytingu. Akureyri.net greinir frá þessu.

Lagabreytingin felur í sér styttingu á kjörtímabili formanns úr tveimur árum í eitt ár. Virðist breytingin hafa verið þvinguð fram til að bola Helgu úr embætti. Hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr formaður BKNE er Hanna Dóra Markúsdóttir, kennari við Brekkuskóla á Akureyri, en Helga Dögg kennir við Síðuskóla.

Ljóst er að orsökin að þessu eru umdeild skrif Helgu Daggar um transmálefni sem hafa vakið gagnrýni meðal kennara. Í samtali við RÚV segir nýi formaðurinn, Hanna Dóra:

„Helga Dögg gerði margt gott í sínu starfi fyrir BKNE en það voru þessi opinberu skrif hennar sem trufluðu marga félagsmenn. Langstærstur hluti kennara styður börn, öll börn, óháð þeirra kynvitund og kynhneigð og þess vegna töldum við eðlilegt að félagsmenn fengju að kjósa.“

Skrif Helgu sem hafa farið fyrir brjóstið á sumum kollegum hennar má finna á bloggsíðu hennar. Þar gerir hún orð norsrkar konu, Gunhid Gjevjon, að sínum:

,,Eigum við að styðja og hjálpa barni þarf það staðreyndarþekkingu. Sem dæmi að Suðurpóllinn er ekki Norðurpóllinn. Björk er ekki grenitré. Maður er ekki kona og stúlka er ekki strákur. Samtímis er samhygð og skilningur mikilvægur t.d. þegar strákur heldur að hann sé stelpa og stelpa heldur að hún sé strákur. En hvað gerist í huga ungra barna sem fá að vita að ,,þú ert sennilega fæddur í röngur kyni”?

Helga segir síðan: „Að ljúga að börnum og sérstaklega á því þroskaskeiði sem barnið er að finna sig sjálft og skilgreina er óskynsamt, samkvæmt lækninum og prófessornum Dr. Riittakerttu Kaltiala sem er leiðandi á þessu sviði sérfræðinga. Ég vona að menn viðurkenni tilfinningar barna án þess að samþykkja þær sem staðreyndir. Annars sviptum við þau tækifærinu til að þróa kraftmikla, yfirvegað og sterkt sálarlík sem þau þurfa á að halda gagnvart raunheimum.“

Helga fjalla vítt og breitt um þennan málaflokk á bloggsíðu sinni og vitnar oft í norræna fræðimenn, bloggara og kennara. „Markmið foreldranna er að ungu fólki með kynama sé mætt með hreinskilni, varúð og að umönnun þeirra, eins og öll önnur umönnun, sé gagnreynd. Við elskum börnin okkar og viljum þeim það besta,“ segir meðal annars í pistli sem fjalla um áhyggjur foreldra barna með kynama í Svíþjóð.

Einn pistill, af mörgum, fjallar um einkarými fyrir trans fólk í sundlaugum og þar segir meðal annars: „Sérúrræði fyrir trans fólk á að vera skylda, ekki val í sundlaugum og einkarýmum kynjanna. Við eigum ekki að bjóða fólki upp á að baða sig með ókunnugum af gagnstæða kyninu, þó það skilgreini sig trans. Það er ekki boðlegt. Hvað þá ungum börnum.“

Kennarasambandið ályktaði gegn skrifum Helgu

Kennarasambandið og foreldrar trans barna hafa gagnrýnt skrif Helgu. Í apríl á þessu ári sá stjórn Kennarasambands Íslands sig knúin til að gefa út yfirlýsingu vegna þeirra. Þar er grein sem Helga birti í Morgunblaðinu gagnrýnd sérstaklega:

„Samtökin ’78 hafa um langt skeið verið samstarfsaðili skóla þegar kemur að vinnu gegn hvers kyns mismunun barna og ungmenna. Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum. Þar eru fulltrúar Samtakanna ’78 öflugir liðsmenn í baráttunni, íslenskum ungmennum til heilla.“

Helga Dögg kaus að tjá sig ekki um málið er DV leitaði eftir viðbrögðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar