fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs halda áfram

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 8. október 2023 11:25

Hér kom til átaka á laugardaginn. Skjáskot BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiftarleg átök milli Ísralesmanna og Palesínumanna sem hófust með árásum Hamas-samtakanna á Ísrael á föstudagskvöld halda áfram í dag. BBC og fjölmargir aðrir miðlar flytja reglulega fréttir af atburðarásinni.

Yfir 300 Ísraelsmenn hafa fallið í átökunum um helgina og svipaður fjöldi Palestínumanna hefur látist í hefndaraðgerðum Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu.

Hamas-samtökin tóku um 100 Ísraelsmenn í gíslingu, m.a. óbreytta borgara. Samkvæmt BBC hafa 50 verið látin laus. Meðal gíslanna eru konur og börn, m.a. ófrísk kona.

Ísraelsmenn segjast beina árásum sínum á höfuðstöðvar Hama-liða en samt hafa óbreyttir borgarar fallið í árásum þeirra.

BBC greinir einnig frá því, að samkvæmt utanríkisráðunneyti Ísraels, voru tveir ísraelskir ferðamenn skotnir til bana í Egyptalandi í morgun. Árásarmaðurinn var egypskur. Egypskur fararstjóri var einnig drepinn í árásinni og Ísraelsmaður særðist.

Brottflutningur íbúa af Gaza-ströndinni er hafinn, þar á meðal Ísraelsmanna.  Ísraelsstjórn hefur ákveðið að skrúfa fyrir rafmagn til Gaza og stöðva flutning matvæla og eldsneytis þangað. Brottflutningur íbúa er hafinn, samkvæmt Ísraelsmönnum.

Flest ríki hafa fordæmt árásir Hamas en þó ekki Íranir, sem styðja samtökin. Óvíst er hvaða áhrif stríðið hefur á friðarviðræður Ísraels og Saudi-Arabíu, sem hafa verið í gangi, en þær höfðu m.a. að markmiði að S-Arabar myndu viðurkenna tilvist Ísraelsríkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum