fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Snorri svarar Jóni Trausta fullum hálsi og segir hann ekki hafa einkarétt á sannleikanum – „Bara botnlaus libbaskapur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. október 2023 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson stofnaði nýverið sinn eigin miðil, ritstjori.is, þar sem hann gegnir samtímis stöðu blaðamanns og ritstjóra. Ekki var hann nægilega ánægður með færslu sem framkvæmdastjóri Heimildarinnar ritaði á Facebook í gær, en Snorri telur Jón Trausta Reynisson gefa til kynna að aðeins Heimildin sé að miðla sannleikanum á meðan aðrir geri það ekki.

Tilefni færslu Jóns Trausta var tilkoma vefsíðunnar hrutar.is þar sem bræðurnir Daði Einarsson, faðir Ásmundar Einars mennta- og barnamálaráðherra, og Valdimar Einarsson hafa stofnað til að svara fyrir ásakanir á hendur þeim í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Um er að ræða hatrammar fjölskyldudeilur í Dalabyggð sem nokkuð hefur verið fjallað um undanfarið.

Donald Trump og Hitler

Jón Trausti skrifar að nú sé vinsælt að segja að nánast allir séu komnir með sinn eigin fréttamiðil. Einkum þeir sem afneita tilvist fréttamiðla til ekki eru að fjalla um þeirra persónulegu hugðarefni.

„Tækniframfarir hafa sögulega eflt einstaklingsbundna fjölmiðlun. Hátalarinn og útvarpið hjálpuðu til að geta af sér Hitler og hann var reyndar fljótur að yfirtaka hefðbundnu fjölmiðlana „lügenpresse“. Donald Trump í forsetastól er síðan eitt afsprengi samfélagsmiðla.

Þessir einstaklingsbundnu fjölmiðlar á Íslandi í dag eru líklega frekar ígildi gettóblasters, en það er staðreynd að hefðbundnir fjölmiðlar á Íslandi eru flestir ýmist veiklaðir, lokaðir eða yfirteknir af hagsmunum.“

Jón Trausti hélt áfram og sagði að kenningin um einkafjölmiðla sé notuð til að réttlæta hlutdrægni stórra fjölmiðla. Flestir glími nú við athyglisbrest sökum algóriðma þjóni hagsmunum annarra. Til að læknast af þessu ástandi þurfi fólk að geta treyst því sem það les og besta leiðin til þess sé að borga fyrir upplýsingar se aðrir sannreyna og miðli hlutlægt en ekki hlutdrægt, og það óháð einkahagsmunum.

Býsna vanstilltur í vitsmunalífinu

Snorri Másson vekur athygli á færslu Jóns Trausta á miðli sínum og segir skrif Jóns nokkra orðasúpu. Þar birti framkvæmdastjórinn ótta sinn við nýja tækni. Hins vegar sé raunin sú að Heimildin hafi ekki einkaleyfi á sannleikanum og taldi Snorra sér ómögulegt annað en að svara skrifunum þegar gefið hefur verið í skyn að miðill sem hans eigin sé í óheilbrigðara sambandi við sannleikann en miðlar á borð við Heimildina.

Snorri telur eins fráleitt að bera saman einstaklingsbundna fjölmiðlun og menn á borð við Hitler og Donald Trump.

„Ef ritstjórinn væri í vondu skapi þessa dagana myndi hann hreyta því út úr sér í upphafi svona greinar, að maður þurfi að vera býsna vanstilltur í vitsmunalífinu til þess að geta ekki komið með góðan punkt án þess að slengja bæði Hitler og Trump á borðið í samanburðarskyni við þann sem maður vill gera tortryggilegan þann daginn.

En ég er ekki í vondu skapi, þannig að ég hef þessi skrif á jákvæðum nótum. Ef fyrirtæki á fleti fyrir bregðast misjafnt við frumkvæði manns á stöðnuðum markaði, þá bendir það til þess að maður sé að villast rétta leið.“

„Ég veit ekki alveg hvað maður á að gera við slíka fullnægingu,“ skrifar Snorri og tekur fram að tilkoma samfélagsmiðla og einstaklingsmiðla hafi í fyrsta lagi verið óumflýjanleg og eigi aðeins eftir að aukast. Þar að auki sé um mögulega lýðræðisbyltingu að ræða sem þurfi ekki endilega að ógna fjölmiðlun af gamla skólanum.

„En ef gömlu miðlarnir fyllast örvæntingu og rýra eigin trúverðugleika í tilraun sinni til að verja hlutverk sitt sem hliðvarðir hinnar „endanlegu almennu“ útgáfu sannleikans, þá er auðvitað hætt við að fólk leiti annað fyrir heiðarlega aðstoð við skilning á veruleikanum.“

Bendir Snorri jafnframt á að eigendur Heimildarinnar séu sumir mjög efnaðir, en þeir séu varla hluti af útgáfu til að græða. Því ætti í raun ekkert að vera tortryggilegt við að fjölmiðlar séu fjármagnaðir, vel eða illa.

„Heimildin getur því miður ekki frekar en neinn annar boðið upp á hina „endanlegu almennu“ útgáfu sannleikans, heldur líka aðeins sína eigin útgáfu sannleikans. Sum blaðamennska Heimildarinnar er sannarlega gagnleg. En mikið af efninu er, fyrir fólki sem hefur aðra heimssýn, bara botnlaus libbaskapur, útgáfa Heimildarinnar af sannleikanum. Það gerir blaðið ekki verra, en það er staðreynd málsins.“

Kallar Snorri Jón Trausta „rannsóknarblaðamann“ innan gæsalappa en hann er þeirrar skoðunar að „hugtakið rannsóknarblaðamennska sé í grunninn kúgunartæki til að jaðarsetja aðra blaðamenn með því að gefa í skyn að þeir rannsaki ekki umfjöllunarefni sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks