fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Ásmundur segir ríkissáttasemjara í fullum rétti – „Treysti því að hans dómgreind sé þokkaleg“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 08:49

Ásmundur treystir því að dómgreind Aðalsteins Leifsson, ríkissáttasemjara, sé þokkaleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Stefánsson þekkir vel til vinnumarkaðarins og samningamála en hann var lengi forseti ASÍ, síðan ríkissáttasemjari og er menntaður hagfræðingur. Hann segist undrast yfirlýsingar stéttarfélaga þar sem þau efast um lögmæti þess að ríkissáttasemjari leggji fram miðlunartillögu.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Ásmundi að heimild ríkissáttasemjara til að gera þetta sé óumdeild og hún ráðist eingöngu af mati sáttasemjara á stöðu viðræðna.

Hann sagði einnig að heimildin sé skýr og mörg fordæmi séu fyrir að henni sé beitt.

Á síðustu fjörutíu árum hafa þrjátíu miðlunartillögur verið lagðar fram og af þeim var um þriðjungur felldur.

Hann sagði ljóst að deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafi verið komin stál í stál og miðlunartillaga sé verkfæri ríkissáttasemjara til að brjóta þá stöðu upp. „Ég hef ekki nokkra ástæðu til annars en að treysta því að hans dómgreind sé þokkaleg. Allavega er það hreinlega skylda hans að leggja fram miðlunartillögu ef hann metur sem svo. Deilan er greinilega að stigmagnast núna. Það stendur yfir atkvæðagreiðsla um afmarkað verkfall á hótelum, þar sem reyndar er mjög lítill hópur á ferðinni og mjög fáir sem geta tekið ákvörðun um afdrifaríka deilu,“ sagði Ásmundur.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“