fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Orðrómur á sveimi – „Ég giska á einhverskonar valdarán“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 05:15

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín hefur ráðið lögum og lofum í Rússlandi frá því um aldamótin. Margir Rússar þekkja ekkert annað en að hann sé við stjórnvölinn en eflaust velta sumir því fyrir sér hvað muni taka við þegar Pútín lætur af völdum, á hvern hátt sem það gerist.

Í tengslum við þetta þarf auðvitað að velta fyrir sér hver tekur við af honum. Það er ekki hægt að segja með fullri vissu hver tekur við af Pútín en ákveðin nöfn eru nefnd oftar en önnur í þessu samhengi. Eitt má þó heita nokkuð víst, arftaki Pútíns verður ekki valinn á lýðræðislegan hátt, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í Rússlandi núna.

Í nýlegri umfjöllun Dagbladet um hugsanlega arftaka Pútíns kemur fram að einn þeirra sem oft eru nefndir sé Yevgeni Prigoshin, sem er oft nefndur „Kokkur Pútíns“ og er eigandi Wagnerhópsins sem er málaliðafyrirtæki. Auk hans ber nafn Nikolai Patrushev, fyrrum yfirmanns leyniþjónustunnar FSB, oft á góma.

Auk þeirra tveggja er Sergei Sobyanin, borgarstjóri í Moskvu, oft nefndur til sögunnar sem og Dmitry Medvedev, fyrrum forseti, fyrrum forsætisráðherra og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins. Nafn Sergey Kiriyenko, varastarfsmannastjóra Pútíns, er einnig stundum nefnt til sögunnar.

Vangaveltur um arftaka Pútíns leiða einnig til vangaveltna um hvernig hugsanlega valdaskipti munu fara fram.

„Ég giska á einhverskonar valdarán og það er mikilvægt að eftirmaður Pútíns verði ekki einhver klikkhaus á borð við Prigozhin,“ sagði Jan Hallenberg, forstjóri sænsku utanríkispólitísku stofnunarinnar, í samtali við Dagbladet.

Arne Bård Dalhaug, fyrrum hershöfðingi og yfirmaður norska herráðsins, sagðist ekki sammála því að til valdaráns komi: „Það er engin hefð fyrir því að taka sitjandi leiðtoga af lífi í Rússlandi eða að fremja valdarán. Þetta veltur á hvernig Pútín lætur af völdum, en ég held að langlíklegast sé að eftirmaður hans komi úr þeim hópi sem hann er umkringdur í dag.“

Hann sagðist eiga erfitt með að sjá fyrir sér að valdaskiptin fari fram með lýðræðislegum kosningum, þau muni frekar verða ákveðin innan rússneska hersins og öryggisstofnana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“