fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Sögð hafa pínt tveimur næringardrykkjum ofan í sjúklinginn – Ættingjarnir krefjast 15 milljóna í miskabætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. janúar 2023 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingur sem ákærð er fyrir manndráp vegna andláts sjúklings á geðdeild Landspítalans neitar sök. RÚV greinir frá þessu en málið var þingfest í dag.

Verjandi konunnar fer fram á að einkaréttarkröfu í málinu verði vísað frá en ættingjar sjúklingsins sem lést krefjast 15 milljóna króna í miskabætur. Fyrir utan miskabætur er krafist andvirði útfararkostnaðar og lögfræðikostnaðar.

DV hefur ákæru í málinu undir höndum. Þar kemur fram að tveimur flöskum af næringardrykk hafi verið pínt ofan í sjúklinginn, sem var haldið fastri, að fyrirskipan hjúkrunarfræðingsins sem ákærð er í málinu. Ákæran hljóðar upp á manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Atvikið átti sér stað þann 16. ágúst 2021 inni á geðdeild Landspítalans.

Hjúkrunarfræðingurinn er ákærð fyrir að hafa svipt sjúklinginn lífi (sjúklingur nefndur A): „… með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, en ákærða hellti drykknum upp í munn A, á meðan henni var haldið að fyrirskipan ákærðu, þrátt fyrir að A gæfi til kynna að hún vildi ekki drykkinn, allt með þeim afleiðingum að drykkurinn hafnaði í loftvegi hennar, sem hindraði loftflæði um lungun og olli öndunarbilun og hún kafnaði,“ segir í ákæru.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni