fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. september 2023 15:59

50 evrutrikkið er mikið notað á Spáni þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. janúar á þessu ári var maður handtekinn á Keflavíkurflugvelli, á leiðinni út úr landi, eftir að hafa dvalist eina nótt á landinu. Hafði maðurinn komið hingað til lands frá Mílanó daginn áður. Tollverðir höfðu afskipti af manninum og uppgötvuðu að hann var með rúmlega 5.000 evrur í vösum sínum, eða sem nemur um 730 þúsund íslenskum krónum.

Maðurinn var handtekinn vegna gruns um peningaþvætti og lagt var hald á peningana og farsíma mannsins.

Maðurinn krafðist þess að haldlagningunni yrði aflétt og þann 14. september hafnaði Héraðsdómur Reykjaness þeirri kröfu.

Landsréttur sneri hins vegar úrskurðinum við þann 19. september og úrskurðaði að maðurinn skyldi fá peningana til baka. Í ákvörðun Landsréttar vegur þungt að lögregla virðist fátt hafa gert í rannsókn málsins allt frá því maðurinn var handtekinn og hald lagt á peningana. „Af gögnum málsins verður ekki ráðið að sóknaraðili hafi aðhafst frekar í málinu og eru ástæður þess óútskýrðar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir:

„Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar ber öllum réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli, sbr. einnig 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá er í 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 kveðið á um skyldu þess sem rannsakar sakamál að hraða málsmeðferð eftir því sem kostur er.

Með vísan til framangreinds verður að telja að slíkur dráttur hafi orðið á rannsókn málsins að fari í bága við fyrrgreind ákvæði en það getur eitt og sér leitt til þess að
aflétta beri haldi, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 8. júní 2016 í máli nr. 426/2016 og úrskurð Landsréttar 22. mars 2019 í máli nr. 204/2019. Verður því fallist á kröfuvarnaraðila eins og nánar greinir í úrskurðarorði.“

Er það niðurstaða Landsréttar að haldlagningu lögreglu á peningum mannsins skuli aflétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Í gær

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“