fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Kona skar í hjólbarða og sendi kynferðisleg myndskeið af manni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. september 2023 15:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, tæplega 33 ára gömul, var þann 18. september sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir eignaspjöll og kynferðisbrot.

Hún var annars vegar ákærð fyrir að hafa þann 3. febrúar árið 2021 stungið með hnífi í afturdekk bíls og því næst ekið öðrum bíl á bílinn, allt með þeim afleiðingum að afturdekkin eyðilögðust og bíllinn dældaðist.

Hin vegar var hún ákærð fyrir að hafa tveimur dögum síðar sent þrjú kynferðisleg myndskeið af karlmanni án hans samþykkis til þáverandi kærustu hans, í gegnum forritið Messenger.

Líklegt er að brotin tvö tengist en það kemur ekki fram með skýrum hætti í texta dómsins.

Konan játaði brot sín skýlaust og sýndi iðrun. Það var virt henni til refsilækkunar, en hún var dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða manninum 200 þúsund krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“