Breskur ferðamaður, 42 ára að aldri, lét lífið eftir að hafa fallið til jarðar úr stigabrú í Dachstein-fjöllum í Austurríki. Um er að ræða afar vinsælan ferðamannastað sem er sérstaklega eftirsóttur í augum þeirra sem vilja taka tilkomumiklar myndir fyrir samfélagsmiðla.
Brúin liggur yfir þverhnípi milli fjallanna Donnerkogel og neðri hluta Großer Donnerkogel. Maðurinn var einn á ferð þegar hann rann skyndilega til og féll tæplega 100 metra til jarðar. Tvær þyrlur og björgunarfólk fóru á vettvang en ferðamaðurinn var látinn þegar komið var að honum og var lík hans flutt til byggða.
Brúin hefur verið markaðssett sem nýr og spennandi áfangastaður fyrir áhugafólk um klifur og um sé að ræða hið „fullkomna adrenalínkikk“.