fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Íslendingur sem býr í Danmörku kallaður fyrir dóm vegna heimilisofbeldis í Langarima

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. september 2023 18:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur birt manni fyrirkall í Lögbirtingablaðinu og er maðurinn kvaddur til að koma fyrir dóminn þann 14. nóvember næstkomandi.

Fyrirkallið er birt vegna þess að ekki hefur tekist að birta manninum ákæru en hann er búsettur í Danmörku. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt sambýliskonu sína ofbeldi á heimili þeirra í Langarima í byrjun árs 2021, „…með því að hafa tekið hana í tvígang hálstaki, veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, á bringu og upphandleggi, hrint henni og slegið í andlit hennar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut heilahristing, mar á höfði, í andliti, á handleggjum og á hnjám, roða á hálsi og eymsli á spjaldhrygg,“ segir í ákæru.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Sambýliskonan gerir kröfu um miskabætur upp á 2,5 milljónir króna.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðdóm Reykjavíkur þann 14. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga