fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Íslendingur sem býr í Danmörku kallaður fyrir dóm vegna heimilisofbeldis í Langarima

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. september 2023 18:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur birt manni fyrirkall í Lögbirtingablaðinu og er maðurinn kvaddur til að koma fyrir dóminn þann 14. nóvember næstkomandi.

Fyrirkallið er birt vegna þess að ekki hefur tekist að birta manninum ákæru en hann er búsettur í Danmörku. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt sambýliskonu sína ofbeldi á heimili þeirra í Langarima í byrjun árs 2021, „…með því að hafa tekið hana í tvígang hálstaki, veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, á bringu og upphandleggi, hrint henni og slegið í andlit hennar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut heilahristing, mar á höfði, í andliti, á handleggjum og á hnjám, roða á hálsi og eymsli á spjaldhrygg,“ segir í ákæru.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Sambýliskonan gerir kröfu um miskabætur upp á 2,5 milljónir króna.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðdóm Reykjavíkur þann 14. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks