fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þorsteinn vill tiltekt í útlendingamálum: „Við getum ekki hjálpað öllum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður, sem situr í stjórn Miðflokksins, segir flokkinn hafa lausnina í málefnum útlendinga. Staðan sé hins vegar uggvænleg sem stendur. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is:

„Málefni útlendinga eru hér í algerum ólestri og líkt og í mörgum öðrum málaflokkum eltir ríkisstjórnin þróunina. Miðflokkurinn hefur lengi bent á að ef að hugur manna stendur til að aðstoða flóttafólk sé best að beina hjálparstarfi að stöðum nærri heimabyggð þeirra sem á flótta eru. Þar nýtast fjármunir best og hægt er að veita fleirum aðstoð. Flokkurinn hefur lagt áherslu á að beina aðstoð að þeim sem höllustum fæti standa og kappkosta að veita þeim sem mesta aðstoð vegna þess einfaldlega að Íslendingar geta ekki gert allt fyrir alla. Nágrannaríki okkar sem hafa lengri reynslu en við af móttöku útlendinga óháð stöðu þeirra hafa upp á síðkastið áttað sig á að hemil þarf að setja á móttöku flóttafólks förufólks og hælisleitenda. Stjórnvöld í Danmörku undir stjórn jafnaðarmanna hafa dregið línu í móttöku fólks og hvort tveggja neitað nokkrum hópi um landvist og samið við önnur þjóðríki um að annast flóttamenn og hælisleitendur meðan á meðferð mála þeirra stendur. Miðflokkurinn hefur bent á að varhugavert sé að setja flóttamenn hælisleitendur og förufólk undir sama hatt hvað aðstoð og réttindi varðar.“

Þorsteinn segir stjórnleysi einkenna málaflokkinn og það birtist m.a. í áformum stjórnvalda um að koma upp flóttamannabúðum. „Ekki örlar á kjarki til þess að uppfylla ákvæði laga og senda þá sem fengið hafa endanlega synjun úr landi.“ Segir hann að með þessu áframhaldi muni Ísland upplifa fyrstu kynslóðina sem elst upp í flóttamannabúðum.

Þorsteinn mælir með þeirri leið sem önnur Norðurlönd eru að fara í auknum mæli, sem felst m.a. í styttri málsmeðferðartíma og að hætta móttöku á fólki sem hefur fengið alþjóðlega vernd í öðrum löndum:

„Við getum ekki hjálpað öllum sem við gjarna vildum. Förum leið norrænna frænda okkar sem eru loks búnir að átta sig á að ekki er mögulegt að taka á móti öllum sem koma vilja. Reynum að gera okkar besta fyrir þann fjölda sem við ráðum við á grundvelli skýrra reglna. Styttum málsmeðferðartíma og hættum að taka á móti einstaklingum sem þegar hafa fengið alþjóðlega vernd í öðrum löndum. Til álita hlýtur að koma að auka ábyrgð þeirra sem flytja fólk til landsins. Greinarhöfundur ferðast að jafnaði nokkrum sinnum til útlanda ár hvert og er undantekningarlaust krafinn um skilríki á leið heim til Íslands. Spurt er því hvernig skilríkjalaust fólk streymir til landsins án þess að menn fái rönd við reist. Gæta þarf landamæra landsins mun betur en nú er gert líkt og Miðflokkurinn hefur bent á og barist fyrir síðustu ár án þess að neinn taki undir. Mál er að sofandahætti í málefnum útlendinga linni.“

Sjá grein Þorsteins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu