fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Svava Kristín opnar sig um erfitt ferli að verða ófrísk og gagnrýnir Livio harðlega – „Ég er mjög brotinn einstaklingur með engin svör“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 10:00

Svava Kristín Grétarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona á Sýn er gengin fimm mánuði á leið með sitt fyrsta barn, stúlku. Svava Kristín er einhleyp og átti alltaf draum um að eignast mann og börn. Svava Kristín sem er 33 ára ákvað að lokum að bíða ekki lengur eftir hinum eina rétta og barneignum með honum heldur leitaði til fyrirtækisins Livio í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar.

„Það var alltaf rosalega sterkt í mér, vilja verða mamma, vilja eignast börn.“

Í viðtali í Ísland í dag í gær opnar Svava Kristín sig um ferlið, en hún er hamingjusöm en á sama tíma stressuð að verða loks móðir. Svava Kristín gagnrýnir þó Livio fyrir margt og segir þjónustu fyrirtækisins í samræmi við að engin samkeppni sé hérlendis á þessari þjónustu. 

Fjögurra mánaða bið eftir fyrsta viðtalstíma

Svava Kristín pantaði sér tíma hjá Livio í júní árið 2020, en fékk ekki fyrsta viðtalstímann fyrr en í október. Fékk hún þau svör að hún væri númer 62 á biðlistanum og biðina hafa verið erfiða. Svava Kristín segir viðmótið hafa verið skrýtið strax í fyrsta viðtalsímanum og eins hafi engar rannsóknir verðar gerðar hjá henni. Þegar nokkrar tæknisæðingar höfðu verið reyndar og ekki tekist ákvað Svava Kristín að hún vildi reyna glasafrjóvgun og var henni sagt að biðtíminn væri fimm mánuðir. Í eggheimtu náðust 12 egg, en aðeins fjögur þeirra frjóvguðust. Svava Kristín fékk síðan misvísandi upplýsingar með hvenær hún ætti að mæta og hringdi í Livio.

„Ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns,“ segir Svava Kristín, sem segir ritara hafa svarað og sagt hana ekki bókaða í tíma og eggin hennar ekki í lagi. „Ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er engin uppsetning. Heimurinn bara hrundi.“

Livio meira eins og stofnun en þjónustufyrirtæki

Svava Kristín var látin bíða í algerri óvissu yfir helgina um hvað tæki næst við, gagnrýnir hún viðmótið, skort á upplýsingum og allan biðtíma, en hún segist hafa greitt um eina milljón til Livio. Svava Kristín segir fyrirtækið meira eins og stofnun, en þjónustufyrirtæki. 

„Auðvitað er það ekki þeim að kenna að þetta hafi klikkað en hvernig fólk talaði við mig og það gat enginn sagt mér eitt né neitt. Þetta er svo sannarlega ekki eins og Dominos hafi klúðrað einni pítsusendingu. Þetta var á föstudegi og ég fæ tíma eftir helgi. Þetta var löng helgi og þetta var fyrsta glasafrjóvgunin mín.“

Samskiptaleysið algert

Svava Kristín segist ítrekað hafa beðið eftir svörum frá fyrirtækinu. „Það klúðrast meðferð og ég er mjög brotinn einstaklingur með engin svör og það er ekki haft samband daginn eftir. Rannsókn reynir alltaf að vinna eggin áfram, ef það gengur ekki á ekki að hafa samband þá, og ef það gengur, það tókst að gera tilbúinn fósturvísi, af hverju er ekki hringt í skjólstæðinginn? Hann er settur í frysti, í geymslu, af hverju er ekki hringt í skjólstæðinginn til að láta vita að svo sé? Ástæðan fyrir að ég veit þetta er að ég sendi póst þar sem ég var að kvarta yfir þjónustunni og samskiptaleysinu.“

„Í byrjun þessa árs þá brotnaði ég algerlega, ég gat ekki meira. Vissi að ég var á leiðinni í aðra meðferð og vissi að hún tekur á. Þegar maður upplifir þetta sjálfur, þú geltir á fólk þráðurinn er svo stuttur, þetta er svo íþyngjandi en á sama tíma svo spennandi, þú verður bara ein tilfinningasprengja,“ segir Svava Kristín sem tók sér veikindaleyfi í vinnu. „Mér fannst alltaf eins og ég væri að leika eitthvað fórnarlamb, sem ég var ekki, ég valdi þetta sjálf að viæja eignast barn, að fara í þessar meðferðir. Ég var orðin versta útgáfan af sjálfri mér.“

Var komið í pásu þegar birti loks til

Ferlið gekk þó upp að lokum í lok apríl þegar Svava Kristín var búin að ákveða að sér pásu og fara til Grikklands í haust. Bíður Svava Kristín nú spennt eftir dóttur sinni sem væntanleg er í janúar á næsta ári.

Hlusta má á viðtalið við Svövu Kristínu í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“