fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Jonna ósátt: Tók strætó til Akureyrar en var skilin eftir í Staðarskála

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 15:58

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Jonna Jónborg Sigurðardóttir segir strætófarir sínar ekki sléttar. Akureyri.net greinir frá því að hún hafi tekið strætó frá Reykjavík til Akureyrar en verið skilin eftir í Staðaskála og ekki sótt aftur.

Jonna hafði skroppið inn í Staðaskála í örfáar mínútur til að ná sér í kaffi en á meðan ók vagninn burtu. Tilraunir Jonnu símleiðis til að fá vagnstjórann til að snúa til baka voru árangurslausar. Hún lýsir atvikinu svo í Facebook-færslu sem Akureyri.net endurbirti:

„Þannig var að ég hafði sofið í vagninum og vaknaði í Staðarskála þegar 10 mín voru til brottfarar, ég stekk inn og kaupi mér pylsu og kaffi, kannski var afgreiðslan á kaffinu sein en þegar ég kem út sé ég á eftir strætó renna út planið og upp brekkuna. Ég reyndi að veifa og kalla en það bar ekki árangur.

Ég hringdi í þjónustusíma strætó, þegar ég var búinn að finna númer þá var kl.20.45

Þar var lokað, ég reyndi að finna bílstjórann á já.is því ég vissi að hann býr á Akureyri og fornafn hans, það bar ekki árangur.

Ég hljóp inn að athuga hvort þeir í afgreiðslunni hefðu eitthvert númer að hringja í, svarið var nei. Ég hringi aftur eftir að hafa skoðað strætó síðuna í þjónustu borð og ýtti á 1.

Þá var kl. 20.52 og ég náði sambandi við mann sem skoðaði málið bílstjórinn neitaði að koma til baka og þegar kl. 21.09 fékk ég samtal til baka um að ég yrði bara að sætta mig við þetta. Um borð í strætó í sætinu mínu var taska með lyfjunum mínum sem ég þarf að taka og poki úr fríhöfninni.“

Hitti bílstjórann aftur á Akureyri

Hjálpsöm hjón urðu við beiðni Jonnu um að veita henni far og komst hún því til Akureyrar. Þar hitti hún vagnstjórann aftur og urðu orðaskipti á milli þeirra:

„Ég fer inn í Staðarskála og geng á milli fólks og spyr hvort það sé að fara til Akureyrar og finn að lokum hjón sem gáfu mér far.

Við náðum að vera rétt á undan strætó að Hofi og ég öskureið segi við bílstjórann að hann ætti að telja inn í vagninn, ég lét ljót orð falla og sagði að hann væri meiri helvítis aumingi að geta ekki snúið við.

Hann benti á fríhafnarpokann minn sem var með tveimur áfengisflöskum í og sagði við mig að ég ætti að hætta að drekka en staðreyndin er sú að ég hef ekki smakkað áfengi í meira en àratug!

Ég er ösku ill yfir þessari strætó ferð og mér finnst að það eigi að vera neyðarnúmerið prentað á aðgöngumiðann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt