Lögreglan á Suðurlandi rannsakar líkamsárás gegn konu á Selfossi aðfaranótt 21. júní síðastliðins og leitar að vitnum að árásinni. Fréttavefurinn Sunnlenska.is greinir frá þessu.
Árásin átti sér stað við undirgöng undir Eyraveg við Hagatorg á sjötta tímanum að morgni miðvikudagsins 21. júní.
Ef einhver kann að hafa orðið vitni að árásinni er hann eða hún beðin(n) um að hafa samband við lögreglu í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is, segir í frétt Sunnlenska.