fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Anna keypti verkfæraskúr sem þolir ekki íslenskt veður – Voru boðnar 5000 kr. í endurgreiðslu – „Skúrinn er bara í henglum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netheildverslunin VidaXL býður upp á býsna ódýra verkfæraskúra, aðeins 63 þúsund krónur. Vandamálið er að samkvæmt reynslu Önnu Dísar Arnarsdóttur, sem keypti slíkan skúr af VidaXL í fyrra, þá eru skúrarnir ónothæfir og í raun ekki krónu virði.

„Við keyptum skúr sem okkur leyst vel á miðað við myndirnar af honum en svo kom í ljós að þetta er úr örþunnu efni. Það var bölvað vesen að setja þetta upp og leiðbeiningarnar sem fylgdu voru meira og minna vitlausar. Síðan þolir þetta ekki neitt, er greinilega gert fyrir Kaliforníuveður, þar sem er alltaf sól og logn. Það er bara fáránlegt að selja þetta hérna.“

Skúrinn virðist ekki þola að það hreyfi vind og hefur Anna margoft þurft að grípa til örþrifaráða til að varna því að þunnar málmplöturnar, sem skúrinn er settur saman úr, fari á flug í hverfinu og skapi stórhættu. Aðspurð segir Anna að skúrinn hangi enn uppi og sendi hún meðfylgjandi myndir sem sýna bágborið ástand hans.

„Skúrinn er bara í henglum. Hann er enn á lóðinni og við ekki búin að rífa hann niður af því við ætluðum að sjá hvað þau hjá VidaXl vildu gera fyrir okkur. Við höfum mörgum sinnum þurft að hlaupa út til að halda skúrnum niðri, binda hann saman og nota múrsteina til að halda plötunum niðri. Þetta eru bara örþunnar málmplötur, hurðin datt af og hún rétt hangir á, varla hægt að opna og loka.“

Anna hefur átt í tölvupóstsamskiptum við verslunina vegna málsins. Hefur hún fengið svör frá þremur aðilum, tveir bera erlend nöfn og einn íslenskt nafn. Samskiptin eru hins vegar öll á íslensku. Anna sendi fyrirtækinu fyrst eftirfarandi tölvupóst:

„Við keyptum skúr frá ykkur í fyrra (sumar 2022)
Hann kostaði rúmar 60.000 kr og kom í 3 pörtum. Allt virtist fínt og ætluðum við að setja skúrinn upp sjálfar. Enduðum eftir ítrekaðar tilraunir með leiðbeiningarnar að fá fagmann í verkið. Að setja upp skúrinn tók 3-4 daga og kostaði helling í tímakaup. En allt fór vel þrátt fyrir að leiðbeiningarnar voru allar vitlausar og ekki skritið að við gátum ekki sett hann upp sjálfar. Aðal vandamálið er þó það að skúrinn þoldi lítið sem ekkert álag frá íslenska veðrinu. Þurftum við ítrekað að hlaupa út í haust og vetur að binda niður skúrinn, álplötur að fjúka af, beyglur, þakið gaf sig og hurðin meira og minna ónýt. Þetta er einstaklega leiðinlegt þar sem nokkuð góður peningur fór í þennan skúr sem endar svo á því að hann dugði ekki einu sinni 1 ár. Þessi peningur hefði getað farið í sterkbyggðari skúr sem þolir íslenskt veður. Hvað getið þið gert fyrir okkur ? Sendi myndir með af ástandinu á skúrnum.“

Í svörum starfsmanna fyrirtækisins er harmað að skúrinn henti Önnu ekki. Í einum pósti er boðið upp á aukahluti og í öðrum 5.000 króna endurgreiðslu. Meira er ekki í boði. En samkvæmt reynslu Önnu eru skúrar af þessu tagi ónothæfir á Íslandi.

DV sendi fyrirtækinu fyrirspurn vegna málsins í gær kl. 14 en fyrirspurninni hefur ekki verið svarað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast