fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Tilkynnti um stolna spennistöð og upplifir sig ekki örugga vegna nágranna sinna – „Þau hafa sett mig í fangelsi á mínu eigin landi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV rak í dag augun í athyglisverða smáfrétt á vef Eiríks Jónssonar. Þar greinir Heiða Rós Eyjólfsdóttir frá því að heilli rafspennistöð hafi verið stolið á Stekkjarlæk. Fréttin byggir á Facebook-færslu Heiðu Rósar Eyjólfsdóttur þar sem segir:

„Spennustöð sem búið var að grafa niður var stolið á landareign minni 7.júlí á Stekkjarlæk í Svartárdal í A-Hún. Leitað er af vitnum og þeim sem vita nánar um þetta mál. Vinsamlegast hafið samband við mig eða lögregluna á Blönduósi.“

Er DV hafði samband við Heiðu og falaðist eftir nánari upplýsingum um málið bauðst hún til að senda yfirlýsingu í tölvupósti. Í yfirlýsingunni fer hún hörðum orðum um nágranna sína en þar kemur einnig fram ástæðan fyrir hvarfi spennistöðvarinnar. Segir að Lögreglan á Blönduósi hafi komist að því að Rarik hafi sent verktaka á land Heiðu og látið hífa spennistöðina upp. Stöðin er núna í vörslu Rarik. „Ástæða þess að spennustöðin var tekin var að hjónin á Bergsstöðum hringdu brjáluð aftur í Rarik og núna sögðust þau líka eiga þennan part af mínu landi en hafa ekki lagt fram nein gögn sem styðja það frekar en í fyrra skiptið.“

Nágrannaerjur liggja því að baki hvarfs spennistöðvarinnar en í yfirlýsingu Heiðu eru raktar nokkuð ítarlega deilur um landmörk og annar ágreiningur á milli nágrannana. Heiða sakar nágranna sína um að reyna að koma í veg fyrir að hún fái rafmagn á land sitt. Sakar hún nágrannana einnig um rógburð og ögrandi framkomu og segist ekki upplifa sig örugga í návígi við þá. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Landið sem ég á í dag ( Stekkjarlækur) var löglega tekið jörðinni Bergsstöðum í Svartárdal í A-Hún 1996, en var tekið óformlega út úr jörðinni ártugum áður og trjám plantað. Gerð var lögleg teikning og landið mælt með þáverandi tækni sem var mjög ónákvæm.Teikning og fasteignasamningur var þinglýstur.

Seinna var jörðin Bergstaðir seld  núverandi ábúendum þeim Guðmundi Guðbrandsyni og Sigþrúði Friðriksdóttir.  En landið sem ég á í dag var ekki selt.

Ég kaupi Stekkjarlæk í nóvember 2007. En þá var búið að bjóða hjónunum á Bergsstöðum  Stekkjarlæk til kaups en þau vildu ekki kaupa og sögðust eiga nóg land þyrftu ekki stærra land.  Áður en ég undirrita kaupsamninginn fékk ég það staðfest frá fasteignasala og seljanda hvar landmörkin lægju og að túlkun mín á teikningu væri rétt. Á kaupsamningnum var tekið fram að eigandi teldi landið stærra en upp var gefið í fasteignarsamningi 1996 þegar landið var tekið út úr jörðinni, enda orðin mikil tækniþróun á þessum 11 árum.  Með nútíma mælitækni er hægt að sjá að landið er 0.5 ha stærri en var haldið í upphafi þegar landið var tekið út úr jörðinni.

Ég átti gott samtal við starfsmann Húsnæðis og Mannvirkjastofnun núna á dögunum þar sem ég fékk staðfest að undantekningarlaust séu jarðir í A-Húnavatnssýslu og á landinu öllu með skráð ranga stærð enda vitlaust mældar í upphafi þar sem nútímatækni var ekki til staðar og hafa jarðinar ekki verið mældar upp á nýtt af landmælingarmanni með nútímatækni og Gps hnitum.  Þar á meðal jörðin Bergsstaðir.

Ég er búinn að fá skriflega staðfestingu frá tæknifræðingi sem gerði teikninguna 1996 og fyrri eiganda af landinu mínu þar sem þeir lýsa nákvæmlega hvar landamærin eru og að túlkun á teikningu sé rétt. 

Ég er með skógrækt á landinu mínu og brjótast kindurnar á Bergsstöðum inn í skógræktina oft á hverju sumri með tilheyrandi skemmdum á gróðri , tjón sem ég stend uppi með . Hjónin á Bergsstöðum neita að smala kindurnar úr landi mínu, segja að ég geti sjálf smalað þeirra kindum úr mínu landi. Svo í 16 ár hef ég neyðist til að eyða mínum tíma í að reka kindurnar þeirra úr landinu mínu, og þarf þess en í dag þar sem Húnabyggð hefur ekki sett sér verklagsreglur vegna ágangsfé, en ég búin að senda sveitarstjóra erindi þar sem ég óska eftir skýrum verklagsreglum varðandi ágansgfé og hver eigi að borga það tjón sem ég verð fyrir.

Árið 2020 sendi ég formlegt bréf til hjónana á Bergsstöðum þar sem ég vitnaði í girðingarlög og bað þau um að fara eftir þeim og borga 50% í girðingakostnaði á merkjagirðingum því ég hafði þurt að borga alla girðingar síðan 2007 og þau ekki girt neitt öll þessi ár.  Þá fengu þau sér lögfræðing og byrjuðu að benda að mismunandi hluta af landinu mínu og segjast eiga það. 

5. september 2022 gengu hjónin á Bergsstöðum í veg fyrir stóra gröfu þegar fyrirtækið Línuborun var þar að störfum á landinu mínu, algjör heppni var að ekki varð manntjón vegna snöggra viðbragða gröfumanns, þau neituðu að fara af landinu mínu og voru með ógnandi hegðun, fresta þurfti verkinu með tilheyrandi kostnaði. 

Núna í byrjun júní vildu hjónin á Bergsstöðum fá að ráða því hvar ég setti spennistöðina sem Rarik er að setja á land mitt vegna lagningu rafmagns til mín sem ég borgaði fyrir meira en 1 ári síðan. Ég var búinn að eiga fund með starfsmanni Rarik á Blönduósi sem er mágur Guðmundar á Bergsstöðum og starfsmaðurinn og Sigþrúður eru systkinabörn, einnig er ég og starfsmaður Rarik systkinabörn. Á þessum fundi urðum við sammála um staðsetningu spennustöðvarinnar og var staðsetningin í samræmi við þá staðsetningu sem ég teiknaði inn á samkomulagsskjal sem ég fékk sent frá Rarik í vor til undirskriftar. Þegar gröfumaður á vegum Rarik var byrjaður að grafa fyrir rafstöðinni var hann stoppaður af starfsmanni Rarik á Blönduósi sem sagði að mágur hans á Bergstöðum hafi hringt í hann og bannað þeim að láta rafstöðina þarna sem þeir voru að grafa fyrir henni á mínu landi, Guðmundur á Bergsstöðum sagðist eiga landið út að læknum sem er ekki satt. En á öðrum fundi með Rarik á staðnum var ákveðið að færa rafstöðina yfir lækinn þrátt fyrir að ég væri búinn að senda þinglýsta teikningu af landinu mínu til yfirmanns Rarik á Akureyri Rögnvalds Guðmundssonar þar sem ég sannaði að ég ætti þann hluta sem um var samið í upphafi að grafa spennustöðina, en Guðmundur á Bergsstöðum hefur aldrei geta lagt fram neina sönnun að þau hjónin eigi einhvern hlut af mínu landi.  Þá ákváðu starfsmenn Rarik samt að hlust á Guðmund á Bergsstöðum og ákváðu að grafa á öðrum stað hinumegin við lækin við hliðina á hliði sem er keyrt inn á landareignina að morgni 7.júlí.  Spennustöðinni var komið fyrir en ekki tengd. Seinnipartinn var spennustöðinn horfin. Ég hafði samband við manninn sem gróf niður stöðina á vegum Rarik og hann sagðist ekki hafa verið í Svartárdalnum seinnipartinn og spennustöðin hafi verið horfinn þegar að hann kom heim og að hann hefði ekki híft upp spennustöðina af landi mínu með vinnuvélum, spennustöðin vegur mikið og er ekki einhvað sem einn maður lyftir án vinnuvéla. Málið var tilkynnt til lögreglu. 

Ekki var spennustöðinn komin en þá á þann stað sem Rarik var búin að setja hana núna á sunnudaginn né ég búin að fá að vita hver hafði híft upp stennustöðina  og ekki hvar hún væri staðsett svo ég skrifaði stadus á Facebook síðuna mína og auglýsti eftir spennustöðinni og vitnum, þessi stadus hefur vakið töluverða athygli. Lögreglan á Blönduósi hefur nú í dag komist að því að Rarik hafi sent verktaka á land mitt og látið hífa upp spennustöðina og eru með hana í sinni vörsku. Ástæða þess að spennustöðin var tekin var að hjónin á Bergsstöðum hringdu brjáluð aftur í Rarik og núna sögðust þau líka eiga þennan part af mínu landi en hafa ekki lagt fram nein gögn sem styðja það frekar en í fyrra skiptið.

Hjónin á Bergsstöðum eru núna að reyna koma í veg fyrir að ég fái rafmagn á land mitt til að koma í veg fyrir uppbyggingu á landinu. Ég hef aldrei skipt mér af þeim eða hvað þau eru að gera á sínu landi.  Eftir mörg ár af grófu einelti og lögbrota gagnvart mér er ég gjörsamlega búin á því og niðurbrotinn. Fjárhagslegt tjón mitt vegna hjónana á Bergsstöðum hleypur á milljónum. Hef fengið að heyra að hjónin búi til lygasögur um mig og tali hræðilega um mig persónulega og dreifi þessu í fólk hérna á svæðinu en þessi hjón þekkja mig ekkert persónulega. Hjónin hafa verið að koma inn á mitt land bæði þegar ég er til staðar  og þegar ég er ekki til staðar til að rannsaka hvað ég er að gera á mínu landi og til að rífa kjaft við mig með svívirðingum. Einnig stoppa þau þegar að þau keyra framhjá og horfa á mig þegar ég er að vinna á landinu eða keyra framhjá á fjórhjóli. Þetta er orðin einhver árátta hjá þeim sem aldrei ætlar að stoppa.  Þau hafa sett mig í fangelsi á mínu eigin landi. Ég hef tilkynnt öll brot þeirra til lögreglu þegar þau hafa átt sér stað og næsta skref hjá mér núna er að fá nálgunarbann á hjónin þar sem ég tel mig ekki vera óhulta í návígi við hjónin.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir að gefast upp á unglingssyni sínum og segir kerfið hafa brugðist – „Það eina sem ég sé er Litla Hraun eða gröfin“

Móðir að gefast upp á unglingssyni sínum og segir kerfið hafa brugðist – „Það eina sem ég sé er Litla Hraun eða gröfin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að styttan af séra Friðrik fari aftur á sinn stað – Segir hann hafa verið öfundaðan

Telur að styttan af séra Friðrik fari aftur á sinn stað – Segir hann hafa verið öfundaðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést