fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Kom stútfull af kókaín-pakkningum frá París

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. júlí 2023 17:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlend kona var í dag, þann 24. júlí, sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Konan var ákærð fyrir að hafa flutt hingað til lands, þann 18. júní síðastliðinn, rétt tæplega hálft kíló af kókaíni með 79% styrkleika. Efnin voru ætluð til söludreifingar hér á landi. Konan flutti fíkniefnin innvortis til landsins með flugi frá París í Frakklandi. Bar hún 42 pakkningar af efninu innvortis.

Konan játaði brot sitt skýlaust og var það metið henni til refsilækkunar. Ennfremur þetta: „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærða hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.“

Var hún dæmd í sjö mánaða fangelsi en til frádráttar því kemur gæsluvarðhald frá 19. júní. Konan þarf auk þess að greiða verjanda sínum rétt rúmlega 1,2 milljónir króna í málsvarnarlaun.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Í gær

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu

Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“