fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Eitt farsímanúmer í mörg tæki

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júlí 2023 14:28

Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vodafone kynnir í dag nýja þjónustu fyrir viðskiptavini sína. Um er að ræða eitt númer í öll tæki hvort sem er í farsímann eða úrið. eSIM er ný tegund símakorta sem eru innbyggð í tækjunum ólíkt hinum hefðbundnu kortum sem setja þarf í tækin. Með eSIM geta viðskiptavinir skipt á milli símanúmera eins og hentar á mjög einfaldan hátt. Er þetta því góð lausn fyrir þá sem til dæmis vilja hafa einkanúmer og vinnunúmer í sama símanum eða úrinu. Innbyggt eSIM kort er einnig álitin umhverfisvænni kostur heldur en hefðbundin símakort og er því líklegt að enn fleiri símtæki og úr munu notast við þessa tækni í framtíðinni, eins og segir í tilkynningu.

„Það hefur verið mikil spenna eftir eSIM og því afar ánægjulegt fyrir okkur að kynna að nú geta viðskiptavinir notað lausnina í þeim tækjum sem að styðja lausnina. Hægt er að nálgast lista yfir þau tæki á heimasíðu Vodafone. Einnig er hægt að nálgast fjölmargar upplýsingar um hvernig hægt er að virkja kortin með hefðbundnum kortum. Eitt númer í öll tæki getur skapað mikil þægindi en eins og með öllum tækninýjungum geta verið tímabundnar áskoranir. Með eSIM er einungis hægt að vera með rafræn skilríki í gegnum Auðkennisappið en eru fyrirtæki og stofnanir í auknum mæli að vinna við að styðja auðkenningu með eSIM. Verslunum Vodafone voru að berast glæný sending af Apple úrum sem að styðja eSIM þar sem að hönnuðir Apple sóttu innblástur til landkönnuða og íþróttafólks við hönnun á úrunum. Óþægindi við að gleyma símanum heima tilheyra brátt fortíðinni enda lítið mál að vera með eitt númer og fjölmörg tæki,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum