Vodafone kynnir í dag nýja þjónustu fyrir viðskiptavini sína. Um er að ræða eitt númer í öll tæki hvort sem er í farsímann eða úrið. eSIM er ný tegund símakorta sem eru innbyggð í tækjunum ólíkt hinum hefðbundnu kortum sem setja þarf í tækin. Með eSIM geta viðskiptavinir skipt á milli símanúmera eins og hentar á mjög einfaldan hátt. Er þetta því góð lausn fyrir þá sem til dæmis vilja hafa einkanúmer og vinnunúmer í sama símanum eða úrinu. Innbyggt eSIM kort er einnig álitin umhverfisvænni kostur heldur en hefðbundin símakort og er því líklegt að enn fleiri símtæki og úr munu notast við þessa tækni í framtíðinni, eins og segir í tilkynningu.
„Það hefur verið mikil spenna eftir eSIM og því afar ánægjulegt fyrir okkur að kynna að nú geta viðskiptavinir notað lausnina í þeim tækjum sem að styðja lausnina. Hægt er að nálgast lista yfir þau tæki á heimasíðu Vodafone. Einnig er hægt að nálgast fjölmargar upplýsingar um hvernig hægt er að virkja kortin með hefðbundnum kortum. Eitt númer í öll tæki getur skapað mikil þægindi en eins og með öllum tækninýjungum geta verið tímabundnar áskoranir. Með eSIM er einungis hægt að vera með rafræn skilríki í gegnum Auðkennisappið en eru fyrirtæki og stofnanir í auknum mæli að vinna við að styðja auðkenningu með eSIM. Verslunum Vodafone voru að berast glæný sending af Apple úrum sem að styðja eSIM þar sem að hönnuðir Apple sóttu innblástur til landkönnuða og íþróttafólks við hönnun á úrunum. Óþægindi við að gleyma símanum heima tilheyra brátt fortíðinni enda lítið mál að vera með eitt númer og fjölmörg tæki,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone.