Dótturfyrirtæki Pipar\TBWA, TBWA\Norway, tilkynnti í dag kaup sín og yfirtöku á einni af þekktustu hönnunarstofum Norðurlanda, Scandinavian Design Group (SDG). Pipar\TBWA á einnig fyrirtækið The Engine sem einnig hefur skrifstofur í Oslo og í Kaupmannahöfn.„Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG.
SDG var stofnuð árið 1987. Stofan hefur alla tíð haft það að markmiði að nota hönnun sem stefnumótandi tæki í samskiptum. Í 36 ár hefur stofan verið í fararbroddi í hönnun og þróað aðferðir fyrir vörumerki til að ná langtímasambandi við sína viðskiptavini og fyrir stjórnendur til að ná sínum markmiðum í rekstri. Sdg.no Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, sagði um samlegðaráhrif þessara fyrirtækja: „Þessi sameining er sameining tveggja sterkra hefða og arfleifðar á báða bóga. Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun.“ Mikil samlegðaráhrif Með því að sameina þjónustu þessara tveggja fyrirtækja og bæta við stafrænni þekkingu The Engine Nordic, þá verður til jarðvegur fyrir enn betri og sterkari þjónustuloforð fyrir viðskiptavini á Norðurlöndum. Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipar\TBWA, er mjög ánægður með samrunann í Noregi. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar.“ Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, bætir við: „Við munum með þessu tengja tvo sterka heima með mikla sögu. Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á norðurlöndum munum við spara okkur mikin tíma við að byggja upp okkar markað.“ Fjöldi stórra viðskiptavina njóta sameiningarinnarSameiningin mun nýtast verulega þeim vörumerkjum sem við vinnum fyrir, sem eru meðal annars: HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsti gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurnir Grans and Aass, en Aass er elsta brugghús Noregs.