Akranes fagnar fjölbreytileikanum og í gær var Regnbogagata máluð í bænum í tilefni af Hinseginhátíð Vesturlands sem fer fram 20. – 23. júlí. Gleðiganga verður upphafsatriði á hátíðinni og verður fjölbreytt dagskrá í boði.
Verkefnið við málningarvinnuna hófst fyrir hádegi og lauk um kl. 20 í gær. Fulltrúar fyrirtækja og félagasamtaka sem styrkja regnbogagötuna máluðu fyrsta spottann.
Regnbogafáninn nær frá gangbraut við Kirkjubraut 11 og að gangbraut við Skólabraut 35 og er lengsta Regnbogagata landsins, samtals um 400 metrar.