Félag heyrnarlausra hefur undanfarið selt penna á Suður- og Vesturlandi líkt og félagið hefur gert í áratugi. Greint var frá því í fréttum í gær að lögreglunni á Suðurlandi hefðu borist fjölmargar tilkynningar vegna fólks sem gekk í hús á Selfossi og selur penna í nafni félags heyrnarlausra og taldi fólk að þar væru óprúttnir aðilar á ferð sem tengdust félaginu ekki með neinum hætti.
Sjá einnig: Fjölmargar tilkynningar til lögreglu út af pennasölu í nafni félags heyrnarlausra
Sannarlega var þó um fjáröflun á vegum félagsins að ræða. Engu að síður hefur félagið ákveðið að stöðva fjáröflunina, „til að valda ekki óþægindum fyrir það fólk sem vill virkilega styðja við öfluga starfsemi Félags heyrnarlausra vegna óvissu um hvort þessi starfsemi eigi sér stað á réttum forsendum eða ekki. Hörmum við einnig að málstaður heyrnarlausra skuli ítrekað notaður slíkum tilgangi,“ eins og segir í tilkynningu frá félaginu.